Betri göngu/hjóla-tenging á milli Túna- og Teigahverfis

Betri göngu/hjóla-tenging á milli Túna- og Teigahverfis

Setja þarf upp gangbraut yfir Kringlumýrarbraut til móts við Sigtún/Sóltún. Í upphaflegu skipulagi var gert ráð fyrir því að Sigtúnið héldi áfram yfir Kringlumýrarbrautina. Seinna var gert ráð fyrir ýmist göngubrú eða gangbrautarljósum til móts við Sigtún. Hraðbrautarkaflinn á milli Suðurlandsbrautar og Borgartúns er tímaskekkja og hamlar mjög samgangi á milli Teiga og Túna, og Teiga og miðborgarinnar. Fyrsta skrefið í umbótaátt væru gönguljós, og síðar mætti setja götuna í stokk á þessum kafla.

Points

Helsta tengingin á milli Teiga og Túna er núna á göngubrú yfir Kringlumýrarbrautina. Göngubrúin er afar sérkennilega staðsett; hún endar í tvöfaldri U-beygju og fylgir ekki þeim ás yfir götuna sem eðlilegast væri, enda var brúin upphaflega ráðgerð á allt öðrum stað. Helsta strætó tenging Teigahverfis er staðsett sitthvorumegin við Kringlumýrarbrautina, en vegna skorts á gönguleið yfir götuna nýtist tengingin ekki sem skyldi fyrir þær götur sem eru fyrir ofan göngubrúnna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information