Félagsmiðstöð fyrir Breiðholt

Félagsmiðstöð fyrir Breiðholt

Það er umtalsverð þörf fyrir félagsmiðstöð, eða aðgang að húsnæði til félagslegs athæfis, fyrir Breiðholt. Hægt væri kannski að nýta hluta af opinberum byggingum, t.d. í Gerðubergi, fyrir slíkt.

Points

Það er félagsmiðstöð fyrir 5-10 bekk og svo er svona dansskóli og listasmiðja fyrir yngri börnin og svona staður fyrir eldri borgara.

Það vantar félagslegar aðstæður fyrir fólk á milli unglings- og ellilíferysaldurs, til að mynda til að geta haldið samkomur, íbúafundi og aðra félagsstarfsemi. Þannig húsnæði gæti verið nýtt til ýmislegra hluta, allt frá leikhópum fyrir ungar mæður til að hittast, spilaklúbba, tungumálakennslu meðal jafningja, eða jafnvel bara kaffifundi íbúa sem langar að kynnast. Þetta þarf ekki að vera nýtt húsnæði - ég tel til að mynda að hægt væri að nýta neðri hæðina á Gerðubergi suma vikudaga.

Notalegur kjarni í hverjum hverfishluta held ég að gæti verið góð hugmynd. Sæi t.d. fyrir mér að slíkt gæti verið í Arnarbakkanum þar sem nú er vannýtt verslanahúsnæði í niðurníslu. Persónulega vildi ég sjá slíkt í tengslum við búsetukjarna (sjá tillögu þar um)

Af gefinni ástæðu: "...hægt væri að nýta neðri hæðina á Gerðubergi suma vikudaga" Það þarf samt að leyfa það, og halda utan um hverjir geta notað þetta pláss, og hvernig. Það er ekki nóg að segja "Höfum Gerðuberg". Við höfum það einmitt ekki.

Höfum Gerðuberg

Félagsmiðstöðin var flutt úr Fellahellir yfir í Gerðuberg þegar Fellaskóli opnaði mötuneyti fyrir nemendur árið 2001 , hvað þarf margar félagsmiðstöðvar í Efra-Breiðholti

Það er ekki nóg að horfa á Gerðuberg. Spurning hvort þurfi ekki svona Félagsmiðstöð í hvern hverfishluta um sig... gæti verið "hreyfanleg" þ.e. alltaf opið einhversstaðar en ekki alltaf allsstaðar... Sama og tillagan um verkefni fyrir eldri borgara í Breiðholti. Finna fjármagn, húsnæði og starfsfólk til að skipuleggja starfið og aðstoða.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information