Göng undir Bústaðarveginn

Göng undir Bústaðarveginn

Göng fyrir gangandi vegfarendur undir Bûstaðarveginn til að auka öryggi barna og annarra sem eiga leið um. Umferð hefur aukist til muna undanfarin ár ásamt því að þetta er algeng akstursleið sjúkrabifreiða. Börn sem sækja frístundir í Víkina og þorri þeirra þarf að fara yfir Bústaðarveginn.

Points

Umferð hefur aukist til muna undanfarin ár ásamt því að þetta er algeng akstursleið sjúkrabifreiða með tilheyrandi slysahættu. Börn sem sækja frístundir í Víkina, þorri þeirra þarf að fara yfir Bústaðarveginn. Eins eru það börnin í sem búa í Fossvogsdalnum og eru í Réttarholtsskóla

Bústaðavegurinn liggur þvert í gegnum skóla- og frístundahverfi. Börn beggja megin við Bústaðaveginn sækja skóla í Réttarholtsskóla og íþróttir og aðrar frístundir í Víkina. Þetta er mikil umferðagata og mjög nauðsynlegt að búa til öruggari leið fyrir börnin til að þvera götuna.

Göng undir Bústaðaveg eru klárlega màlið hvað varðar öryggi allra gangandi vegfaranda sem þarna eiga leið. Ég hef þrisvar sinnum næstum orðið fyrir bíl á leið minni yfir Bústaðaveg til móts við Grímsbæ og það var á gönguljósum og grænum kalli. Ökumenn þessara þriggja bíla voru allir í símanum og tóku ekki eftir að það var rautt ljós á þá fyrr en allt of seint‼️

Eins mikið og ég er sammála málstaðnum, þ.e. að gangandi vegfarendur eigi greiða leið yfir götur án þess að eiga það á hættu að vera keyrðir niður - þá er rétta lausnin ekki að færa fólk ofan í jörðina. Frekar ætti að takmarka umferð um götuna með því að t.d. fjarlægja vinstri beygju af Reykjanesbraut, færa hámarkshraða niður í 30/40 á milli Sogavegar og Grensásvegar og jafnvel fara í aðrar aðgerðir til að takmarka og hægja á umferð.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information