Battavöll við Húsaskóla

Battavöll við Húsaskóla

Húsaskóli hefur ekki enn fengið Battavöll líkt og aðrir skólar í Grafarvogi. Vonandi þurfa börnin í Húsaskóla ekki að bíða lengur.

Points

Til að gæta jafnræðis á meðal skólabarna í Reykjavík þá þarf að bæta úr þessu hið snarasta. Aðstaða barna í Húsaskóla til boltaleikja á skólalóðinni er langt frá því að vera til jafns við aðstöðu annara barna í borginni, því miður.

Þvi var lofað á þessu ári

Mest notuðu og vinsælustu svæði við hvern skóla eru battavellirnir. Börn og unglingar í Húsahverfi eiga ekki að fara á mis við slíka reynslu á hverjum degi. Þetta er spurning um jafnræði.

Börnin í Húsaskóla hafa mátt bíða eftir battavelli í mörg ár. Nú er þetta eini skólinn í Grafvarvogi sem ekki hefur slíkan völl. Því er kominn tími til að koma á móts við börnin í Húsaskóla.

Götótt malbik með smágrjóti er lítið leiksvæði hvað þá fótboltavöll

Hvernig stendur á að skólabörnum í Grafarvogi er mismunað á þennan hátt?

Húsaskóli er heilsueflandi skóli og nemendur þar virkir þátttakendur í fjölbreyttum íþróttum. Battavöllur við Húsaskóla myndi auðga hverfið og gefa nemendum tækifæri til boltaleikja lengur yfir skólaárið.

Krakkarnir í Húsasskóla eru búnir að bíða allt of lengi þeim var lofað siðan 1992 frá byrjun

Sá fótboltavöllur sem Húsaskólabörnum er boðið upp á í dag getur verið stórhættulegur fyrir börnin og þá sérstaklega í frosti, þar sem þau geta flogið illa á hausinn og það beint ofan á hart malbikið. Það er fyrir löngu kominn tími á battavöll í Húsaskóla!

Svo lőngu komiđ á tìma..... !!!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information