Útskot á veg eða einhver lausn v/bílaraða við Sorpu o.fl.

Útskot á veg eða einhver lausn v/bílaraða við Sorpu o.fl.

Gera þarf útskot á Sævarhöfðann við Sorpu þar sem langar raðir myndast oft við aðkomuna/innkeyrsluna að Sorpu og erfitt er að komast framhjá röðinni þar sem holótt er í malardæminu við hliðina á götunni. Allavega þarf að bæta aðkomuna að Sorpu þarna á einhvern hátt. Og í leiðinni mætti laga klettana meðfram Sævarhöfðanum gegnt Björgun þar sem grjóthrun er mikið. Steypa þarf þarna einhverja vörn eða klæða klettana með neti.

Points

Langar raðir myndast oft við aðkomuna/innkeyrsluna að Sorpu og erfitt er að komast framhjá röðinni þar sem holótt er í malardæminu við hliðina á götunni. Þetta skapar bæði pirring og ekki síður slysahættu þegar röð bíla stoppar svona á miðri akbraut. Hætta á grjóthruni á götur og þar með á bílaumferð inni í miðri borg er eitthvað sem ætti ekki að líðast og því þarft að gera ráðstafanir við kletta meðfram Sævarhöfðanum.

Styð þessa góðu tillögu, oft skapast hætta á ákeyrslu þegar raðir myndast á miðri götunni.

Afhverju er þessi hugmynd skrá undir 112 Reykjavík ? Sævarhöði tilheyrir 110.

Tel þessa leið tilheyra Bryggjuhverfinu sem vissulega er með póstnúmer 110 en er sannarlega í Grafarvogi, bæði heyrir það undir Grafarvogssókn og Hverfaráð Grafarvogs......o.s.fv.. Þess vegna setti ég þetta undir Grafarvogshverfi enda held ég að íbúar í 110 hafi þá líka lítinn áhuga á þessu verkefni.

Það skapast mikil hætta og mikil óþægindi fyrir borgarbúa sem eiga leið hjá

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information