Suðræni Paradísargarðurinn

Suðræni Paradísargarðurinn

Byggjum gróðurhús við Vesturbæjarlaugina. Þar sem sundlaugagestir geta setið inni eða legið á bekkjum í 30 gráðu hita undir dagsbirtuperum innan um fjölbreittan hitabeltisgróður og fallega skúlptúra eftir okkar bestu myndlistarmenn. þarna mætti auðvitað vera kaffi til sölu og ískaldur bjór.

Points

Tvímælalaust BESTA hugmyndin sem ég hef séð hérna! Það er sannað að plöntur hafa mjög jákvæð áhrif, ekki síst á kornabörn - þær minnka streitu og áhyggjur, hafa góð áhrif á blóðþrýsting og athyglisgáfu og almenna vellíðan. Ég sé fyrir mér rennandi vatn, lítinn læk, jafnvel pínulítinn foss. Það hlýtur að vera nóg af heitu vatni afgangs úr sundlauginni, til að ylja húsið upp. Og það er nóg pláss hinum megin við garðvegginn, hjá heitu pottunum. Yndislegur reitur til að slaka á eftir sundsprettinn.

þarf

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information