Göngubrú yfir í Öskjuhlíð

Göngubrú yfir í Öskjuhlíð

Göngustígur liggur frá enda Háuhlíðar beint að Bústaðaveg án þess að það sé gangstétt eða göngubrú svo að fólk neyðist til þess að taka áhættu og hlaupa yfir veginn eða labba þeim mun lengra til að komast í undirgöng eða fara yfir ljós. Það væri alveg upplagt að hafa göngubrú á þessum stað, það myndi auka notkun svæðisins sem útivistarsvæði auk þess sem að nú er mikil slysahætta. Brúin myndi einnig minnka álag á götunni þar sem margir fara yfir tvöföld gangbrautarljós hjá Litluhlíð.

Points

Það væri fín hugmynd. Þarna er einmitt nóg pláss fyrir göngubrú / undirgöng.

Vinsælt útivistarsvæði sem ekki er almennilega aðgengilegt. Mikil slysahætta þegar fólk reynir að hlaupa milli bíla til að komast yfir Bústaðaveginn.

Hafa það aðgengilegt

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information