Göngubrú yfir Miklubraut við Klambratún

Göngubrú yfir Miklubraut við Klambratún

Setja göngubrú í sama stíl og má finna annarstaðar á Miklubrautinni t.d. við Skeifuna og Kringluna.

Points

Það skiptir máli hvaða aðstæður eru á hverjum stað fyrir sig hvort göngubrýr, undirgöng eða gönguljós verði fyrir valinu. Göngubrýrnar við Kringluna, Skeifuna og fleiri staði eru vel hannaðar og góðar, enda langt á milli húsa þar og nóg pláss. Á Miklubraut við Stakakhlíð / Reykjahlíð eru hinsvegar hús sem standa alveg uppvið götuna sem þýðir að það er minna pláss fyrir hendi þar. Aðgengið að göngubrúnum yrði því ekki eins gott þar. Ef það er yfirhöfuð pláss þar þ.e.a.s.

Það er ekki pláss fyrir göngubrú / undirgöng á þessum stað öðruvísi en að rífa niður hluta af nærliggjandi húsum. Það yrði galið. Það er að vísu rétt að bílar keyri stundum þar yfir á rauðu ljósi. Nær væri að setja upp eftirlitsmyndavélar við gönguljósin sem myndu refsa þeim sem keyra yfir á rauðu. Hvað varðar "umferðarflæðið" þá er enginn heimsendir þótt bílar þurfi að stoppa í 15-20 sekúndur.

Það eru undirgöng þarna. Göngubrú er algerlega óþörf. Hins vegar mætti bæta aðgengi í undirgöngin, fyrir reiðhjól til dæmis.

Gönguljósin hafa mikil áhrif á umferðina og skapa flöskuháls og teppu. Það er nóg að vera með umferðarljós á mótum Miklubrautar og Lönguhlíðar en þau gatnamót skapa daglega mikla umferðarteppu.

Göngubrúin yrði til öryggis fyrir alla gangandi vegfarendur, sérstaklega börn og hægfara gamalmenni.

Það hefur marg oft gerst að bílar vaði yfir á grænum kalli þarna og setja gangandi vegfarendur í hættu. Hef sjálf þrisvar komist mjög nálægt því að verða fyrir bíl þarna og einnig lenti hundurinn minn í stórhættu þarna í sumar þegar bíll óð yfir á grænum kalli. Lang öruggast væri að hafa göngubrú þarna og fjarlægja gönguljósin.

Göngubrú eða göng yfir miklubraut hjá klambratúni, HÍ og þar sem 365 er mundi stórauka öryggi og bæta flæði í umferðini, minka meingun og bensíneyðslu.

Mér finnst algjör óþarfi að setja göngubrú á Miklubraut/Klambratún, frekar þyrfti að staðsetja hana ofar við Miklubraut eða nálægt Kringlumýrarbraut þar sem er mun meira pláss. Undirgöngin eru alveg ágæt þar sem þau eru en mætti bæta aðkomu fyrir vagna og hjól.

Göngubrú milli Eskihlíðar og Gunnarsbrautar myndi gera það ólíkt auðveldara að ganga eða hjóla milli Hlíða og Norðurmýrar. Plássið er nóg beggja vegna Miklubrautar og það væri af mörgum ástæðum mun betri kostur en að fara yfir á ljósunum við Reykjahlíð. Undirgöngin við Lönguhlíð eru í hálfs kílómetra fjarlægð og ættu því ekki að hafa teljandi áhrif.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information