Hagatorg : garður í stað götu

Hagatorg : garður í stað götu

Hagatorgi mætti breyta úr umferðarmannvirki í almenningsgarð með tengsl við Melaskóla, Hagaborg og Hagaskóla. Nú er hagatorg stórt grænt svæði sem er umlukið götu og nýtist engan veginn. Með því að loka Neshaga og Fornhaga næst torginu og leiða umferð af Birkimel annars vegar niður Dunhaga og hins vegar niður Hagamel mætti búa til stórt grænt svæði, sem yrði hluti af skólalóðum þriggja skóla.

Points

Ég geng um Hagatorg nánast daglega og velti næstum jafn oft fyrir mér af hverju þetta svæði er ekki betur nýtt! Það að planta blönduðum gróðri trjám og runnum myndi hjálpa verulega til með að mynda skjól sem ekki er vanþörf á. Finnst algjörlega borðleggjandi að breyta torginu í garð.

Frábær hugmynd.

Græn svæði gera betri borg. Það ættu að vera stór skjólsæl græn svæði í öllum hverfum og þarna er tækifæri til þess að bæta úr því í Vesturbænum.

Mjög góð hugmynd.

Hagur allra og bætt lífsgæði. Stuðlar að gæðastundum barna og foreldra og góðu námsumhverfi.

Þess má geta að Hilmar Þór Björnsson hefur kynnt svona hugmynd áður. Með þessu mætti nýta svæðið betur, leysa plássleysisvanda Melaskóla og búa til fallegt útivistarsvæði á miðju Vesturbæjarins. Þetta hefur m.a.s. verið gert áður. Áður var álíka stórt hringtorg við Kaplaskjól, þar sem nú er leikskólinn Ægisborg. http://blog.pressan.is/arkitektur/2011/10/19/vesturbaer-sunnan-hringbrautar/

Með þessu mætti stórbæta aðstöðu fyrir börn í hverfinu til að leika sér úti. Einnig gæti svæðið nýst í kennslu í Melaskóla, en þar er rými fyrir útikennslu mjög lítið. Krakkar í Melaskóla þyrftu þá heldur ekki að fara yfir umferðargötu til að fara í íþróttir í íþróttahús Hagaskóla. Svæðið myndi einnig nýtast öðru ungmennastarfi, t.d. skátastarfi. Auk þess myndi þessi breyting líklega minnka umferð í kringum Melaskóla og Hagaborg.

Hagatorgið er einn meginhlutinn í skipulagi hverfisins. Torgið ætti að halda sér en það mætti prýða það. Ekkert verið gert fyrir það í mörg herrans ár. Gerði svo sem ekkert til að lokað væri götum á milli skólanna svo að börnin séu öruggari en vandamálið er að foreldrar sem sækja þau nenna ekki að ganga spönn frá rassi!

Hvernig væri að leyfa þessum fáum svæðum í vesturbæ eða miðbæ Reykjvíkur sem eru með smá gras eða ekki byggingu að bíða í smá tíma fyrir komandi kynslóðir.

Góð hugmynd. Þess skal geta að í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 - 2030 er Hagatorg einmitt skilgreint sem almenningsgarður. Það er því ekki seinna vænna en að borgin fari að efna til hugmyndasamkeppni um hvernig torgið skuli líta út. M.a. hvort nauðsynlegt sé yfirhöfuð að hafa bílaumferð á því og hvort ekki sé hægt að loka Neshaga við Furumel þannig að skólalóð Melaskóla yrði stækkuð yfir að Hagaskóla framhjá krikjunni.

Þetta er langbesta hugmyndin um þetta hringtorg sem ég hef séð. Það er stórhættulegt að hafa hringtorgið og setja upp einhvers konar starfsemi inni í torginu og búa þannig til umferð yfir hringtorgið.

Það er hægt að útfæra þetta á nokkra vegu. Gatan er nógu breið til að rúma akreinar í báðar áttir. Þannig mætti í raun rjúfa hringtorgið á einum stað (t.d. við Melaskóla) og veita umferðinni í tveimur akreinum framhjá torginu án þess að skerða aðgengi bíla að nokkru leiti. Önnur hófleg breyting fæli í sér að loka ekki fyllilega fyrir hluta hringtorganna heldur búa til deild svæði gangandi og akandi um torgið norðan og vestanvert inn að og út frá Fornhaga, Neshaga og Espimel.

Hér stefnir í borgarastríð milli íbúa Hagamels og annarra íbúa :) Legg til að hafa samkeppni um hvernig mætti nýta þetta svæði betur og sennilega dygði t.d. að loka Neshaga á milli Hjarðarhaga og Hagatorgs til að koma á móts við slíka hugmynd til að byrja með. Leyfa aðeins Strætó að laumast þar í gegn. Þarf hringtorgið að vera svona ógnarstórt?, Minnka torgið og færa nær hótel Sögu. Opnar á stækkunarmöguleika skólanna ef þarf.

Hef búið í Vesturbænum í 50 ár og starfa þar nú. Fer daglega gangandi til vinnu. Þetta er autt og vindasamt svæði og hér mætti sannarlega setja niður falleg tré og gróður. Athuga, ekki að hrúga niður runnum eins og oft er gert, sem eru allt of þéttir og fara svo í vanhirðu, heldur falleg tré (engar aspir hér) og e.t.v. runna, en með hugsun til framtíðar. Svo mætti líka búa til göngustíga yfir torgið.

Frábær hugmynd.

Ég er ekki á móti því að Hagatorg sé betur nýtt sem almenningsrými en það þarf þó að gera af virðingu við skipulags- og byggingarsögu hverfisins. Hvet alla til að kynna sér hugmyndir Einars Sveinssonar borgararkitekts sem hannaði Melahverfið um 1940 út frá ákveðnum skipulagshugmyndum um samspil Hagatorgs og bygginga í kring. Og ekki síst út frá hugsjónum um andrými og birtu fyrir borgara. Hönnun bygginga í kringum Hagatorg taka mið af því og hefur götumyndin og skipulagið fagurfræðilegt gildi.

Já, breytum svæðinu úr eyðibyggð í lífandi svæði.

Líst ágætlega á að gera eitthvað með Hagatorg. Eins og það er tekur það pláss og eykur fjarlægðir og hlýtur að vera hægt að nota það betur. Mér fyndist líka koma til greina að byggja á torginu stúdentaíbúðir. Hvað með svona 20 hæða turn sem gæti rúmað ansi margar litlar íbúðir? Bíllastæði eru við Háskólann og þarf engin stæði þarna við.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information