Bílastæði

Bílastæði

Það vantar bílastæði við Leikskólann Austurborg. Þetta er 100 barna skóli með 25 starfsmenn og það eru einungis 9 bílastæði 😊

Points

Tek undir þetta með þörfina hér við leikskólan að hér er brýn þörf fyrir bílastæði. Það er hreinlega hættulegt að fara með eða sækja börnin á leikskólan því þarna leggja bílar þvers og kruss meðan verið er að koma með börn í eða úr leikskólanum. Að ég tali nú ekki um þegar eitthvað er um að vera í Grensáskirkju. Afhverju má ekki laga bílastæðin þar og koma almennilegu skikki á stæðin þar.

Það er mikið talað um það meðal foreldra og starsmanna að vöntunin sé mikil

Mjög mikilvægt að fjölga bílastæðum við leikskólann. Á háanna tíma er ómögulegt að leggja við leikskólann.

Mjög fá bílastæði og þröng aðkoma að stórum leikskóla...brýn þörf á umbótum

Svo ef það er jarðaför eða annað í gangi í kirkjunni þá er fólk að nota bílastæðin sem tilheyra Austurborg og þ.a.l. ómögulegt fyrir foreldra að leggja bílunum sínum þegar þau ná í börnin sín.

Það er brýn þörf á stæðum við leikskólann. Gestir frá Grensáskirkju taka oft öll stæðin ef eitthvað stórt er um að vera þar og nær ómögulegt fyrir foreldra að finna stæði til að sækja börnin sín.

Það er nánast aldrei hægt að fá stæði annaðhvort er maður á hlaupum yfir því að hafa lagt ólöglega eða á hlaupum til þess að næsta foreldri getur fengið stæðið

Bílastæði við leikskólann eru 9 og eru 100 börn í leikskólanum dag hvern. Mikið umferðaröngþveiti fyrir framan leikskólann sem getur verið gangandi vegfarendum hættuleg. Einnig eru starfandi 26 starfsmenn í leikskólanum sem hafa ekkert bílastæði og er um helmingur starfsmanna sem aka til vinnu. Einnig er Grensáskirkja og Hjálparstofnun kirkjunar í næsta nágrenni við okkur og eru þessi 9 bílastæði okkar notuð af þeim þegar jarðarfarir og aðrar heimsóknir eru þar í gangi. Oft ófremdar ástand!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information