Lækka hámarkshraða á Langholtsvegi alls staðar í 30km/klst

Lækka hámarkshraða á Langholtsvegi alls staðar í 30km/klst

Lækka hámarkshraða á Langholtsvegi alls staðar í 30km/klst eða minna og gera veginn íbúavænni. Það mætti gera svipað og í Skeiðarvogi til að hægja á umferðinni. Kaflinn frá Skeiðarvogi og að Laugarásvegi er sérstaklega slæmur fyrir skólakrakka. Þetta er íbúahverfi og ætti umferðarþungi og -hraði að vera í samræmi við það.

Points

Tek heilshugar undir það að gera hverfið okkar gönguvænna. Lækkun hraða hefur lítil áhrif á ferðatíma í gegn

Mikið af skólakrökkum þurfa að fara þarna um og allir krakkar sem búa austan við Langholtsveg þurfa að fara yfir götuna til að komast í skóla. Það er óskiljanlegt að hægt sé að keyra á 50km/klst á slíkri götu. Þetta er íbúðagata og ómögulegt að hafa umferðina oft vel yfir 50km/klst beint fyrir utan húsið sitt. Umferðin er orðin mjög þung og hröð í gegnum hverfið, umferð sem mætti beina meira á stofnbrautir með því að lækka hámarkshraðann.

Eigum við ekki bara að banna umferð og takmarka hámarksferðahraða við 2 km/klst, helst þannig að fólk sé skríðandi á fjórum fótum með hjálma? Borgin útvegi svo uppblásna loftbolta sem börn eru skylduð til að vera í fari þau yfir höfuð út úr húsi? En að öllu gríni gleymdu þá spyr ég, hvar eru gögnin sem sýna fram á að þetta sé hættulegt einsog það er? Hver er slysatíðnin á þessu svæði? Afhverju eru hraðatakmarkanir og hraðahindranir alltaf eina lausnin?

Það hlýtur að vera hægt að lækka hraðann á Langholtsvegi og í Álfheimum niður í 30 km þegar hægt var að lækka hraðann í Skeiðarvogi við Vogaskóla. Það fer mikið af skólabörnum yfir báðar göturnar leið sinni í Langholtsskóla. Eða eru börnin hérna megin ekki eins mikilvæg?

Tek heilshugar undir með öllum hugmyndum um að gera þetta svæði íbúavænna. Umferðarþunginn er mikill og krakkar á leiðinni í skólann eru einfaldlega ekki örugg. Ég labba á hverjum morgni með krakkana í skólann og í hverri viku verð ég vitni að "næstum því" atviki, auk þess að verða vitni að því að keyrt var á barn í desember sl. við gönguljós. Get tekið undir sjónarmið Sigurðar með að hraðinn sé ekki per se vandinn, en íbúavænt er þetta ekki eins og staðan er, raunar er þetta ótækt.

Þetta er stofnbraut um hverfið og því ekki réttlætanlegt að lækka hámarkshraðan. Mikil aukning á umferð sem hefur átt sér stað undanfarin ár hafa auk þess neytt umferðina vel niður fyrir 30km hraða á álagstímum kl 7-9 og svo aftur 15-18, einmitt þegar skólakrakkar eru á ferð. Það eina sem lækkun myndi skila sér væri óþarfa sektir en myndi ekkert gera fyrir aukið öryggi gangandi eða akandi

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information