Vesturgata

Vesturgata

Umferð gangandi ferðamanna milli Granda og miðbæjar mætti gjarnan beina um Vesturgötuna

Points

Vesturgatan er vissulega falleg og sömuleiðis gamli vesturbærinn. Það yrði samt pínu skrítið að beina gangandi af götu afþví hún er talin hættuleg fyrir gangandi. Nær væri að taka Mýrargötuna í gegn þannig að tillit sé tekið til allra og hún ger' öruggari fyrir gangandi - hjólandi - Strætó og auðvitað bíla. En ekki bara bíla eins og núna er.

Má kannski bara bæði: Benda ferðamönnum á að Vesturgatan er vænn kostur ef þeir vilja tiltölulega ferskt loft á leiðinni milli Granda og Miðbæjar og vinna svo að því að auka öryggi göngu- og hjólareiðafólks eftir menguðum rananum vestast á Geirsgötunni? Það tekur tíma að „taka Mýrargötuna í gegn“ en það kostar hvorki mikinn tíma né fé að beina umferð gangandi og hjólandi fólks um Vesturgötuna.

Vesturgatan er falleg gata og um hana er róleg umferð bíla. Þess vegna er hún umtalsvert öruggari gata en Mýrargata sem liggur samsíða norðar. Gatnamót hennar, Ægisgötu og Geirsgötu eru hættuleg vegna umferðarþunga. Ráð væri að beina ferðamönnum sem ganga á milli Granda og miðbæjar um Vesturgötu. Það myndi áreiðanlega glæða líf við götuna og beina sjónum ferðamanna að gamla Vesturbænum og sérkennum hans.

Flott hugmynd! Vesturgata er skemmtilegri og mun betri gönguleið heldur en Mýrargatan vegna mikillar umferðar. Og í sambandi við þetta væri þessi hugmynd um gangbraut yfir Ægisgötu á gatnamótum hennar við Vesturgötu nauðsyn. https://hverfid-mitt-2017.betrireykjavik.is/post/9834

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information