Göngubrú við háskólann eða jarðgöng við horn Hljómskálagarðs

Göngubrú við háskólann eða jarðgöng við horn Hljómskálagarðs

Mikill fjöldi gangandi fer yfir Hringbraut/háskólinn, gönguljósin stöðva umferð í báðar áttir, nokkrum metrum eftir hringtorgið. Gönguljósin hafa mikil umferðarteppandi áhrif langt austur og í vestur. Gönguljósin eru mest notuð á annatíma. Göngubrú er því nauðsynleg eða gera jarðgöng aðeins austar á móts við Hljómskálagarðinn, þar er pláss til að setja upp betri biðaðstöðu fyrir strætófarþega.

Points

Það skiptir máli hvaða aðstæður eru á hverjum stað fyrir sig hvort göngubrýr, undirgöng eða gönguljós verði fyrir valinu. Göngubrýrnar við Kringluna, Skeifuna og fleiri staði eru vel hannaðar og góðar, enda langt á milli húsa þar og nóg pláss. Á Hringbraut við Tjarnargötu / Birkimel / Furumel / Meistaravelli eru hinsvegar hús sem standa alveg uppvið götuna sem þýðir að það er minna pláss fyrir hendi þar. Aðgengið að göngubrúnum yrði því ekki eins gott þar. Ef það er yfirhöfuð pláss þar þ.e.a.s.

Það er ekki pláss fyrir göngubrú / undirgöng á þessum stað öðruvísi en að rífa niður hluta af nærliggjandi húsum. Það yrði galið. Það er að vísu rétt að bílar keyri stundum þar yfir á rauðu ljósi. Nær væri að setja upp eftirlitsmyndavélar við gönguljósin sem myndu refsa þeim sem keyra yfir á rauðu. Hvað varðar "umferðarflæðið" þá er enginn heimsendir þótt bílar þurfi að stoppa í 15-20 sekúndur.

Óðinn Snær, þyrftir að lesa tillöguna til enda, verið er að tala um stokk austar þar sem engin hús eru.

Gönguljósin hafa umferðarteppandi áhrif langt austur og í vestur, gönguljósin eru mest notuð á annatíma,

Við setjum ekki gangandi og hjólandi niður í jörð eða upp á brú alla daginn vegna þess að það verða óverulegar tafir í stutta stund tvisvar á dag. Ég fer þarna um hringtorgið alla morgna í leið 12 á bilinu 7:30 til 8:30 og sé ekki að vandamálið réttlæti svo afdrifaríka breytingu.

Hringbrautin er verulegur farartálmi á leið gangandi umferðar á milli miðbæjarins og Háskólasvæðisins. Þetta mætti bæta með ýmsu móti, en brýr bæta aðgengi ekki mikið. Þær eru háar og fæla fólk því frá auk þess sem lítið pláss er þarna við hringtorgið. Lausnin þarf nefnilega að vera vestarlega þar sem fólk sleppir því oft meira að segja að fara yfir á ljósunum til að spara sér nokkra metra. Best væri vitaskuld að leggja þessa braut í stokk og byggja svo yfir. En það verður varla gert í bráð.

Vegna nálægðar hringtorgsins ekkert rými, þarf að færa stoppustöðina austar á móts við Hljómskálagarð, þar er nóg rými fyrir jarðgöng og fólk tíðkar það að fara yfir götuna þar sem strætóinn stoppar. Auk þess vantar útskot til að vagninn sjálfur sé ekki að tefja umferð eins og hann gerir í dag við Þjóðminjasafnið/Hásk. Gangbrautarljós ásamt að stræó sem tekur heila akgrein á stoppustöðinni eru verulega að hægja á umferðinni og háannatíminn er langur frá kl. 15 til kl 18 auk morgnanna.

Það er eins og borgaryfirvöld geri sér far um að tefja umferð. Gangbrautarljósin voru færð, með tilheyrandi tilkostnaði, þangað sem þau eru svo að hjólandi þurfi ekki að taka á sig 20 metra krók sem var þarna áður. Það þarf að færa ljósin talsvert austar og gera útskot fyrir strætó

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information