Grenndargáma á fleiri staði

Grenndargáma á fleiri staði

Grenndargáma á fleiri staði

Points

Ég hafði einu sinni samband við Sorpu og spurði hvers vegna grenndargámar væru ekki á fleiri stöðum. Þeir sögðu að það væri í höndum sveitarfélaganna að biðja um grenndargáma og útvega pláss fyrir þá. Í dag eru grenndargámar á 54 stöðum í Reykjavík, það merkir að hver stöð þjónar að meðaltali um 2200 manns. Þá má reikna út að ein grenndarstöð sé á hverjum 5 ferkílómetrum, sem er svæði með 1260 metra radíus. Í stuttu máli: Það er of langt á milli grenndarstöðva.

Já og ekki eiga allir bíl :( Svo að ganga meira en km með ruslið sitt (endurnýjanlega hluta þess) Er ansi sveitt!

Ef slíkar tunnur yrðu í boði fólki að kostnaðarlausu væri hægt að styðja að grenndargámar yrðu fjarlægðir. Hins vegar ber líka að líta til þess að það kostar og mengar að sækja flokkaðan úrgang í hvert heimahús.

Grenndargámar fyrir alls konar flokkað sorp eru fyrirtaks lausn og við íbúarnir þurfum að umgangnast þá af kurteisi og tillitssemi. Þeir ættu að henta flestum ef þeir eru nægilega þétt. Eru fleiri en ég sem koma stundum að fullum gámum?

Danir, Þjóðverjar og Svisslendingar og eflaust margir fleiri hafa það þannig og það virðist virka. Þar er meira að segja sér gámur fyrir glært, grænt og brúnt gler svo varla væri of erfitt fyrir Reykjavík að hafa einn gám undir gler hér.

Ég tel að áherslan eigi að vera á að flokka sem mest heima við og láta sækja allt sorp með sama hætti. Það er í raun ótrúlegt að maður láti bjóða sér að leggja mun meira á sig til að flokka ruslið sitt. Þeir sem ekkert flokka setja allt í eina tunnu og láta sækja hana heim til sín. Þeir sem flokka þurf að leggja á sig meiri kostnað og aukaferðir. Flokkum allt sorp og látum sækja það heim en leggjum grenndargámana af.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information