Lengri sumaropnunartíma í vesturbæjarlaug um helgar

Lengri sumaropnunartíma í vesturbæjarlaug um helgar

Væri ekki betra ef við gætum lengt opnunartímann í sundlaug vesturbæjar? Ég er allavega alltaf að missa af henni og mér finnst mjög skrítið hversu snemma hún lokar, sérstaklega um helgar. Það var lengri opnunartími í fyrra- og hittífyrra sumar sem var alveg til fyrirmyndar! Nú er búið að stækka laugina og bæta við risastórum potti sem er vinsæll á kvöldin. Ég held það séu fleiri sem sækja í laugina og ekki síður ferðafólk. Er ekki lágmark að hún sé opin til átta? eða tíu?

Points

Helgarnar eru einmitt sá tími sem fólk hefur til að slaka og njóta. Mér finnst að laugin ætti í það minnsta að vera opin til kl. 20 um helgar. Veit um mjög marga sem eru ósáttir við helgaropnunartímann.

Ég væri til í opnunartíma til a.m.k. 20 um helgar og lengur á sumrin þá 23 alla daga.

Hversu oft erum höfum við þurft að keyra í Laugardalinn. Kvöldsund um helgar er alveg málið.

Mér finnst að laugin ætti að vera opin til miðnættis. Kvöldin til að slaka á og anda með öllum líkamanum.

Ég myndi vilja sjá Vesturbæjarlaug opna alla daga til kl 22, allt árið um kring. Finnst ótrúlega gott að fara í pottana á kvöldin og myndi vilja geta gert það um helgar líka

Klárlega sammála, veit ekki hversu oft maður hefur mætt galvaskur og í brjáluðu sundstuði og annaðhvort lokað eða við það að loka!

Ég veit um margar sem eru ósáttar við þetta.

Mér finnst að það eigi að hafa ssms opnunartíma og í Laugardalslaug. Til 22:00 alla daga ársins. Fáránlegt að Laugardalslaug sé eina sundlaugin á stór-Reykjavíkursvæðinu eftir kl. 20:00 á sunnudögum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information