Fegrum brunninn við Aðalstræti

Fegrum brunninn við Aðalstræti

Við Aðalstræti stendur brunnur sem hefur mátt muna sinn fífil fegurri. Þar er ekkert upplýsingaskilti, skítugt gler yfir brunnopinu, eitthvað dæluhljóð suðar og bara allt við þetta er einhvernveginn meira niðurdrepandi en það gæti verið. Fegrum brunninn, setjum upp skilti. Látum jafnvel listaháskólanema hugsa út eitthvað skemmtilegt listaverk út frá honum (lýsing, hljóðmynd úr hátölurum sem varpa hljóðum frá hestvögnum og daglegu lífi borgara þegar brunnurinn var í notkun, vatnslist...).

Points

Þessi brunnur er friðaður og var lengi undir minjaverði og er jafnvel enn. Ég hef í nokkur ár vakið athygli borgarinnar á því hversu brunnurinn er illa hirtur, án árangurs. Vona að með þessari þörfu tillögu verði ráðin bragabót á.

Mér finnst þessi brunnur fullkomið viðfangsefni til þess að tengja saman gamalt og nýtt og gera eitthvað sem glæðir borgina okkar lífi. Mér hefur alltaf fundist hann í einhverri sorglegri niðurníðslu.

Þennan brunn notuðu Vatnsberarnir þjóðþekktu einna mest, Setið upplýsinga skilti við brunninn

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information