Skráning á reiðhjólum og öðrum verðmætum borgarbúa

Skráning á reiðhjólum og öðrum verðmætum borgarbúa

Skráning á reiðhjólum og öðrum verðmætum borgarbúa

Points

Það á ekki að vera nauðsynlegt að heimsækja lögregluna og gramsa í geymslunni hjá þeim áður en þeir halda uppboðið sitt. Aðrir en borgin gætu haldið utan um miðaframleiðsluna og skráninguna: Tryggingarfélögin, Umferðarskoðun hf, Lögreglan, Hjólreiðafélög eða Hjólaverslanir. Ég vil samt að borgin sjái um þetta vegna þess að lögreglan hefur ekki sýnt í verki að hún sé fær um það, og vegna þess að þetta ætti að vera í höndum opinberra aðila, ekki einkaaðila.

Ég vil fá límmiða á reiðhjól í borginni með strikamerki svo auðvelt sé að fletta upp hvort hjólið er auglýst stolið eða ekki. Lögreglan og borgarar eiga að geta athugað hjólið fyrirhafnarlaust, t.d með forriti í símanum. Vefsíða borgarinnar á að gera borgarbúum kleift að skrá hjólið og fletta upp númerum.

Hvað er að því að merkja eigur sínar með nafni og símanúmeri?

Já ég er sammála að það sé vel hugsanlegt að byrja á þessu fyri tilstilli borgarinnar eða á þeirra vegum. î Wikipedia-greininni er fjallað um kerfi sem eru miðað við háskóla. En væri ekki nóg að nota stellnúmer og hafa límmiða með strikamerki ? Væri ekki æsklilegt að hver sem er geti gáð hver eigi reiðhjól að ég held. Það eru fleiri atriði sem þarf að hafa í huga en bara vandamálið með stuld.

Vefurinn er til þess að ræða tillögurnar. Kannski ætti ekki að útfæra tillöguna í fyrstu opnun eins og ég hef gert, heldur koma með þörfina sem þarf að leysa en ekki útfærsluna á henni.

Ég vil byrja á borgarvísu af því borgin sýnir lit og vill breyta til hins betra. Það er ekkert samsvarandi útspil í gangi hjá ríkinu. Ef lögreglan væri að auglýsa eftir hugmyndum, hefði ég komið með þessa tillögu til þeirra. Ég held ekki í mér andanum...

Veit ekki hvort eðlilegt sé að tengja þessu við borgina sem stjórnsýslueining. En _kannski_ má hugsa sér tilraunaverkefni sem yrði útvíkkað á landsvísu. Ég hefði verið feimnari við að leggjast svona "gegn" þessu ef ég hefði ekki þekkt höfundur málsins. En mér finnst að eitthvað sé svolítið um það að sumar hugmyndir hér á Betri Reykjavík, hefðu haft gott af smá gagnrýna umræðu áður en þeim er meitlað í steini sem tillögu ?

Ég legg til að strikamerkið sé bara raðnúmer sem hægt er að skrá í gagnagrunn. Þeir sem vilja geta þá sett nafn og símanúmer á hjólið á eigin spýtur. Svona skráning getur byrjað á borgarvísu, og ríkið tekið yfir reksturinn á vefsíðunni ef önnur sveitarfélög vilja taka þátt seinna.

Flestir GSM símar geta lesið QR kóða núorðið..

Eru stellnúmerin ekki nógu stöðluð til þess að hægt væri að halda skrá um þau í gagnagrunni? Ég held að það skipti ekki öllu máli hver kemur svona gagnagrunni á fót, svo lengi sem sá aðili fái nokkra lykilaðila í lið með sér. Þessir lykilaðilar eru reiðhjólaverslanir og Lögreglan. Ef að reiðhjólaverslanir skráðu hjól inn í kerfið við sölu eða hvettu nýja eigendur til þess, yrði á fáum árum til skrá fyrir flest hjól. Um leið og drjúgur hluti hjóla er kominn inn í kerfið, má reikna með að Lögreglan myndi nýta kerfið til þess að koma út óskilahjólum sínum. Ég sæi helst fyrir mér að Hjólreiðafélag Reykjavíkur gæti verið framkvæmdaaðili.

Held að greining á vandamálinu sem kemur fram í rökum Kára (Allir hata að ..) um að það sé þannig að maður þarf að mæta og leita að hjólinu hjá lögreglu sé hárrétt. Skráning á reiðhjólum ( og etv önnur verðmæti) er góð hugmynd sem er til erlendis. Í Noregi fæst afslætti á tryggingum og/eða lægri sjálfsábyrgð við stuld ef reiðhjólið er skráð. En þetta kerfi ætti að vera á landsvísu. Og ég efast um að það sé skynsamlegt að auglýsa símanúmer á reiðhjólum. Stofnum nýtt mál ?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information