Mínírútur burt úr hverfunum og ein rútumiðstöð í miðbæinn

Mínírútur burt úr hverfunum og ein rútumiðstöð í miðbæinn

Það stangast verulega á við umhverfsvænu hjólaborgina Reykjavík, að leyfa litlum rútum takmarkalausa umferð um gamla miðbæinn og fleiri hverfi þar sem túristar búa. REykjavík er eina borgin sem ég þekki til þar sem ferðamenn eru keyrðir og sóttir heim að dyrum með rútufyrirtækjum og ferðaþjónustuaðilum á borð við hestaleigur. Hafa ætti eina miðstöð í miðbænum þar sem túrista geta komið sér um borð í rúturnar. Menguninn og ónæðið fyrir íbúa gömlu hverfanna er óbærilegt.

Points

Óumhverfisvænt. Ltlu rútunum fylgir hætta, mikil mengun og ónæði fyrir íbúa. Í þröngum götum td. Vesturgötu blokkera þær götuna fyrir f. hótelin. Umferð stöðvast t.d. á morgnana. Ávið um fleiri götur í miðborginni. Túristar geta gengið eða tekið leigubíl, strætó, eins og við gerum þegar við ferðumst erlendis. Í stað þess að hygla rútufyrirtækjum, eyðum fjármunum í að bæta strætó. Þó ekki fá þá inn i hverfin. Strætó fór af Vesturgötu f. nokkrum árum vegna hættuen nú er ástandið ennþá verra.

Íbúðagötum miðborgar er á hverjum degi lokað af túristabílum sem að finnst ekkert sjálfsagðara en að stöðva alla umferð i töluverðan tíma með vélina i gangi, eða þa leggja upp a stétt og neyða fótgangandi út á götu. Þetta eru turistaskutlur, jafnvel litlar rútur og það versta, jöklabifreiðar a mannhæðarháum dekkjum sem keyra alla götuna með eitt dekk uppi a gangstétt. Þetta er villimennska. Þær bifreiðar eiga alls ekkert erindi inn fyrir borgarmörkin. Hættum að stjana við túrista á kostnað íbúa!

Mér finnst þetta mjög brýnt í að minnka umferð í miðbænum fyrir á sem búa þar. Ferðamenn skilja þetta alveg þannig að þetta á ekkert að skapa nein vandræði. Eyðum ekki alveg íbúabyggð í miðbænum. Við munum sjá eftir því.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information