Leysa stanslausan umferðarhnút við gangbrautarljós við HÍ

Leysa stanslausan umferðarhnút við gangbrautarljós við HÍ

Grafa göng undir Hringbrautina eða færa brú nær HÍ. Það er enginn að nota þessa brú þegar hún er staðsett í næstum kílómetra fjarlægð! Með þessu væri hægt að leyfa öllum að komast leiðar sinnar greiðlega og koma í veg fyrir umferðarteppur.

Points

Þessi gangbrautarljós lýsa svo stutt fyrir bifreiðaumferð ef einhver gangandi er strax búin að ýta á hnappinn aftur, innan við mínúta. Og þar sem iðulega er löng bílalest þá er hún yfirleitt rétt farin að silast af stað þegar komið er aftur rautt ljós. Bara það að lengja aðeins tímann sem gangandi þarf að bíða myndi leysa mikið.

Væri ekki betri lausn að lækka Hringbrautina um amk 2-3 metra frá GamlaGarði og að Melatorginu - og byggja síðan breiða brú yfir hana móts við Tjarnargötuna fyrir gangandi og hjólandi umf.

Þegar maður keyrir Suðurgötuna, þá er oft erfitt að komast í gegnum hringtorgið því stoppað á því til að láta fólki labba yfir Hringbraut. Það gæti líka verið umferðarljós á torginu.

Umferð gangandi vegfaranda við gönguljós til móts við HÍ, mynda sífelldan flöskuháls akandi umferðar um Hringbrautina. Þetta eru ljós sem nemendur HÍ nota allan daginn og þar sem þau eru næstum í beinu framhaldi af hringtorgi þá er mynda þau stórhættu auk þess sem þau teppa alla umferð allan daginn, alla daga.

Eftir að gangbrautarljósin voru færð aðeins nær hringtorginu að þá hefur myndast stórslysagildra í hringtorginu. Það væri hægt að grafa göng eða færa gangbrautarljósin niður að "Gamla garð". Núverandi staðsetning er út í hött! Eins má lengja tímann sem bílar njóta forgangs, þá safnast upp gangandi vegfarendur upp og fara svo yfir þegar kemur að þeim.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information