Grensásvegur milli Bústaðavegar og Miklubrautar

Grensásvegur milli Bústaðavegar og Miklubrautar

Mér finnst að það mætti breyta Grensásveg milli Bústaðavegar og Miklubrautar í eina akrein í hvora átt, lækka umferðahraða og útbúa hjólaakrein og breikka og laga gangstétt báðu megin götu. Krakkar og fullorðnir fara mikið yfir götuna og það myndi gera hana öruggari að hafa eina akrein í hvora átt, lækka umferðarhraða og þetta yrði góð tenging fyrir hjólreiðafólk frá Laugardal í Fossvog. Þetta myndi líka tengja Háaleiti betur við Gerðin og Fossvog og mynda betri hverfisheild.

Points

Ein akrein milli Bústaðavegar og Miklubrautar myndi lækka hraða umferðar, gera götuna hjólavænni og betri fyrir gangandi vegfarendur. Í dag eru gangstéttar meira og minna ónýtar, strætóskýli og ljósastaurar eru staðsett klaufalega á miðjum gangstéttum. Með því að taka aðra akreinina í skipulag fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur er betra pláss fyrir alla og þetta væri góð leið að hjóla.

Það þarf vissulega að breikka og gera við gangstéttir á þessum vegarkafla, en hvers vegna þarf alltaf að gera hjólreiðum hærra undir höfði á kostnað akandi umferðar? Í þessu tilviki er pláss fyrir allt saman, breiðari gangstéttir, hjólreinar beggja vegna og tvær akreinar í báðar áttir. Þessi gata er einmitt ein af stofnbrautunum til að koma fólki að Miklubrautinni og yfir Grensásinn í hverfin sunnan hans. Til hvers að *skapa* umferðartafir í stað þess að *leysa* þær annars staðar?

Það mætti einnig skoða fleiri lausnir fyrir gangandi vegfarendur, eins og skemmtilega útfærðar göngubrýr, eða skipt ljós þar sem um margar akreinar er að ræða.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information