Bjóðum hljómsveitum að troða upp á Lækjartorgi á laugardögum

Bjóðum hljómsveitum að troða upp á Lækjartorgi á laugardögum

Bjóðum hljómsveitum að troða upp á Lækjartorgi á laugardögum

Points

Fyllum torgið af lífi

Lækjartorg þarf hlutverk. Það áframhald af Laugavegi til að búa til umferð gangandi vegfarenda! Gott væri að fá Héraðsdóm í annað hús og fá grænmetismarkað eða beint frá bónda inn í Héraðsdóm! Spurning um að taka Svarta ferlíkið (Hafnarstræti 20) úr umferð, rífa það og búa til grænan reit.

Kæru vinir ég treysti á ykkur!

Í Osló er dagblaðið VG (minnir mig) með tónleikaröð allt sumarið þar sem stóru nöfnin í Noregi koma fram hver af annarri. Það er haldið á torgi í miðborginni og er öllum opið að kostnaðarlausu. Svona verkefni þarf sterkan bakhjarl sem þarf ekki endilega að vera Reykjavíkurborg.

Lækjatorg er alveg ofaní götunni. Ekkert skemmtilegur staður. Einnig, afhverju er það hlutverk borgarinnar að gera þetta. Torgið er þarna, fólk getur alveg sótt um leyfi sjálft og gert þetta sjálft.

Aukum aðdráttarafl Miðborgarinnar!

Ég mundi fyrir mitt leiti heldur vilja hlusta á tónleika í Hljómskálagarðinum.

Frekar Ingólfstorg en lækjartorg

Ósammála. Ingólfstorg er fast í sessi sem stærri tónlistarstaður á hátíðum og samkomustaður annars. Lækjartorg hefur ekkert hlutverk..

Þá meina ég laugarvegur sem göngugata.. vesen að geta ekki eytt commentum

Náttúrulega ef Laugavegur væri gerð að verslunargötu og jafnvel Austurstræti og Lækjargötu lokað fyrir umferð... þá værum við að tala saman hehehe

Já ... nákvæmlega Ívar ... en þetta er hægt og við þurfum að byggja þetta upp og ná fram stemmingu eins og á Strikinu ...

Með því að tengja þessa hugmynd annarri sem er hér (Meira skjól í borgina ...) má gera Lækjartorg bæði skemmtilegt og vistlegt.

Það er alltaf rok á Lækjartorgi. Veljum annað torg

Sem tónlistamaður sjálfur veit ég hversu erfitt er að starfa á Íslandi, Það spilar mikið inní hvern maður þekkir hversu vel manni gengur. Ef hljómsveitir koma saman og spila á opnu svæði á föstum tíma reglulega þannig að hlustendur geta treyst á það að það sé eitthvað að gerast í miðbænum, þá geta mannleg samskipti orðið miklu opnari. Sérstaklega ef það er kaffihús/veitingar með borð og stóla í kring svo fólk hafi fleiri ástæður til að stoppa við. Plús það gerir fólk vísara að rölta um bæinn.

Hvað með Ingólfstorgið? Ég mundi telja það henta betur, er afmarkaðra, skjólsælla, auðveldara að setja upp svið og nægt pláss fyrir áhorfendur.

Höfuðborgarstofa sinnir m.a. svona löguðu, og miðborgin okkar einnig.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information