"Takk fyrir að gefa okkur EKKI brauð" skilti á við Tjörnina

"Takk fyrir að gefa okkur EKKI brauð" skilti á við Tjörnina

Fallegt skilti sem á stendur "Takk fyrir að gefa okkur EKKI brauð! Brauð inniheldur ekki réttu næringarefnin né kaloríur sem við þurfum til að halda á okkur hlýju á veturna svo það gerir okkur veikar. Rotnandi brauð mengar tjörnina okkar, lætur hana lykta illa og býr til yfirborðsþörunga sem bera í okkur sjúkdóma. Við þiggjum endilega: Steinalaus vínber, skorin til helminga, elduð hrísgrjón, fuglafræ (allskonar blöndur), baunir, maís, hafra og skorin salatblöð!

Points

Það er yndislegt fuglalíf í borginni við tjörnina og mikil dægrastytting fjölskyldna að rölta við og gefa fuglunum. Það er hinsvegar vel vitað að brauð gerir fuglunum allt annað en gott. Því miður virðist þessi vitneskja ekki nægilega útbreidd og því er enn allt of algengt að fólk sé færandi fuglunum brauðmola. Fólk veit oft ekki hvað annað það ætti að færa fuglunum. Skiltið væri fallegt, skýrt og einfalt og kæmi skilaboðunum vel áleiðis, fuglarnir yrðu heilbrigðari og tjörnin hreinni!

Sammála þessu heilshugar. Þetta er nauðsynlegt fyrir börn og fullorðna sem halda að þau séu að gera fuglunum gott með brauði.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information