Lengja opnunartíma sundlauganna um helgar

Lengja opnunartíma sundlauganna um helgar

Points

það lokar kl 16:00 og 17:00 á laugardögum í flestum laugum. Algjörlega út í hött.

Hef aldrei skilið þessa stefnu hjá Borginni. Höfum opið lengur dagana sem fólk hefur ekki tíma til að fara í sund, en lokum svo bara fyrir kvöldmat þá daga sem fólk er í fríi og hefur tíma til að slappa af í sundi. Stór furðuleg aðferðafræði þar í gangi.

Sundlaugin í Grafarvogi lokar kl. 18 um helgar sem gerir það að verkum að maður nær varla í sund ef það eru önnur verkefni fyrirliggjandi þann daginn. Það myndi strax muna mjög miklu að hafa opið til kl. 19 en 20 er ákjósanlegt.

Sammála ... og það sama er í gangi með skíðasvæðin. Þar er opið fram eftir kvöldi á virkum dögum þegan nánast enginn er í fjallinu en svo um helgar þegar mörg þúsund manns eru á svæðinu er lokað klukka 18.

Kostnaðurinn við að hafa sundlaugarnar opnar skiptist í 90% Hitakostnaður, klór og önnur efnavara, leiga mannvirkja, Þetta er fastur kostnaður hvort sem laugin er opin eða lokuð.. Hin 10% eru laun og launatengd gjöld. Á móti þessu kemur aðgangseyrir. Það kemur engin aðgangseyrir í lokaðar laugar og það þarf alltaf að borga þessi 90% hvort sem er.

Best að taka það fram að ég er alls ekki að mæla með því að sundstöðum verði lokað fyrr á virkum kvöldum, þar sem ég er einn af þeim sem er reglulega í lauginni milli 9 og 10 á kvöldin, en það mætti huga að gáfulegri helgaropnun.

Sundlaugin í Verstubærnum lokar klukkan 17:00 á laugardögum sem er alveg fáránlegt. Ég sé trekk í trekk fólk ætla fara í sund klukkan 17:00 á laugardögum en þá er búið að loka. Á Sunnudögum er þetta að vísu betra en þá lokar kukkan 19:00 en þá opnar ekki fyrr en 11:00 sem margir eru ósáttir við. Það er svo opið til 20:00 á föstudögum er ásættanlegt. Það væri því skynsamlegt að hafa opið til 19-20 um helgar og opna fyrr á sunnudögum t.d klukkan 9.

Hugmyndafræðin er gamalreynd. Í Árbæjarlaug voru Saunur í búningsklefunum svo var ákveðið að til að krakkar væru ekki að fikta í þeim að þú þyrftir að fá baðvörðinn til að opna fyrir þig ef hann var þá viðlátinn. Smám saman hætti fólk að fara í saununa og þá af því að engin notaði saununa þá var áhveðið að loka saununni. Bráðum segja menn það fer engin í laugarnar um helgar þá getum við bara haft lokað um helgar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information