Bláar tunnur séu tæmdar oftar

Bláar tunnur séu tæmdar oftar

Bláar tunnur eru nú tæmdar á tuttugu daga fresti og það er ekki nærri nóg. Það mætti helminga þann tíma og tæma þær á tíu daga fresti svo borgarbúar eigi betra með að taka þátt í þessu frábæra umhverfisframtaki.

Points

Engin hætta er á að innihaldið skemmist eða rotni - hægt að fjölga tunnum eftir þörfum, en tíðari losun þýðir meiri akstur og meiri mengun.

Það þarf að vera á hreinu hvort þetta borgar sig, sama hversu ört er farið eru einhverjir sem fylla tunnuna áður en þær eru tæmdar, spurningin er hversu ört þarf að fara þannig að við náum sem mestu rusli í einu á sama tíma og við lágmörkum fjölda tunna sem fyllast áður en komið er að tæmingardag. Aðrir verða að sætta sig við að kaupa fleirri tunnur eða gera sér grein fyrir því að þeir leggja aukin kostnað á aðra ef ferðum er fjölgað til að uppfylla þarfir þeirra.

Þar sem áhersla á flokkun hefur verið aukin er þörf á að tæma bláu tunnurnar hraðar.

Rökin gegn virðast gera ráð fyrir að öllum bláum tunnum verði tæmt oftar ef hugmyndin nái fram að ganga. Í staðin fyrir að borga aukalega fyrir aðra/fleiri bláa(r) tunnu(r), þá væri möguleiki að bjóða að borgar sérstaklega fyrir að sækja oftar. Hvort það væri framkvæmanlegt mundi velta á hversu margir mundu svo sækjast eftir tíðari tæmingu.

Ruslageymslur bjóða oft ekki upp á pláss fyrir fleiri tunnur sem verður til þess að menn lauma pappírsrusli með almennu rusli í stað þess að flokka. Einnig er almennt rusl tæmt á tíu daga fresti og því ætti flokkað rusl að vera tæmt jafnoft.

Bláu tunnurnar kosta nú þegar minni en þær gráu, ef fólk er að leyfa miklum pappa af sér þá er lítið mál að vera með fleiri en eina.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information