Rólur fyrir ung börn

Rólur fyrir ung börn

Points

Vítt og breitt um borgina eru leikvellir. Hef þó enn ekki rekist á róluvöll með ungbarnarólum. Þá er um rólustól að ræða sem maður getur sett barnið í, þegar það getur setið. Síðan er ýtt og allir hafa gaman af. Foreldrar sleppa einnig við að troða sér í dekkjarólu. Hentar vel fyrir foreldra í fæðingarorlofi sem geta hist með ungana á leikvellinum og sýnt sjálfa sig og séð aðra. Tíðkaðist í Gautaborg þar sem við bjuggum og gekk mjög vel.

Þessar rólur vantar út um alla borg og jafn vel inn á leikskólana líka.

Er á róló við Skeljagranda!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information