Frítt á söfnin!

Frítt á söfnin!

Að öll listasöfn borgarinnar hafi einn dag í viku þar sem ekki er tekinn aðgangseyrir. Eða 3 klst á dag t.d. frá 10-13

Points

Auk safnanætur sem er frábær og vetrarhátíðar, mætti hafa 1 dag í mánuði sem er ókeypis í söfnin t.d. 1 laugardag í mánuði þannig að vinnandi fólk geti líka notfært sér þetta

Það er mikilvægt að allir hafi möguleika á að njóta listviðburða, en eins og ástatt er víða í dag, þá er augljóst að efnaminna fólk getur ekki leyft sér að fara á listasöfn. Þetta eykur enn á stéttaskiptingu og bilið á milli ríkra og fátækra verður ekki bara í peningaveskinu. Menning ætti ekki að vera eingöngu í boði fyrir þá sem hafa efni á henni. Framkvæmd þessarar hugmyndar þarf ekki að kosta neitt, þar sem söfnin eru hvort sem er opin.

Í góðærinu svokallaða þegar fyrirtækin vissu ekki hvernig þau áttu að eyða öllum þessum peningum þá stuðluðu þau að því að það væri frítt inn á listasöfn - þetta mæltist vel fyrir, en eðlilega gekk þetta ekki eftir að bólan sprakk. Víða erlendis tíðkast þetta, þ.e. að það sé frítt inn einhvern hluta vikunnar, svo allir geti notið listarinnar. Koma svo - þetta er nokkurn veginn sjálfsagt, eða hvað?

Áður en það gerðist, þegar samfélagið var minna og manneskjulegra höfðum við bara efni á að hafa þetta ókeypis alveg sjálf. Er alveg á móti fjárstuðningi fyrirtækja sem þá misnota vald sitt. Til að stjórna listinni

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information