Að forgangsraða fjármunum í að tryggja öryggi fyrir framan leikskóla í borginni.

Að forgangsraða fjármunum í að tryggja öryggi fyrir framan leikskóla í borginni.

Börn á leikskólaaldri þekkja illa hætturnar í sínu umhverfi svo tryggja þarf að umhverfi þeirra sé sem öruggast. Hættuástand skapast reglulega fyrir framan suma leikskóla, t.d. sökum skorts á svæði fyrir foreldra til að leggja bílum.

Points

Það varð hrun og þarf að forgangsraða. Að tryggja öryggi fyrir framan leikskóla í borginni hlýtur að vera nógu ofarlega á forgangslistanum til að fá fjármagn. Ef við foreldrar leikskólabarna þurfum að bíða eftir að sjá barn slasast vegna þess að öryggi barnanna okkar var ekki forgangsatriði þá munum við fara ofan í öll fjárútgjöld borgarinnar og sjá hvað var borgaryfirvöldum mikilvægara. Bíðum ekki eftir slysi áður en að fjármunum er forgangsraðað í að tryggja öryggi leikskólabarna.

Bíðum ekki eftir slysi áður en fjármunir fást

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information