Hraðamyndavélar við 30km skiltin sem eru í íbúðahverfunum.
Hugmyndin er hvort það sé ekki hægt að nýta skiltin sem eru í mörgum íbúðahverfum borgarinnar, þessi sem blikka ef þú ert yfir hámarkshraða og setja á þau hraðamyndavélar, virkja þau betur. Það þyrfti ekki að setja á öll skilti en ef það er sett á einhver skilar það sér út í samfélagið og fólk fer að aka undir þessum hámarkshraða. Mjög einföld hugmynd og hægt að gera með litlum tilkostnaði, mun örugglega virka. Virðum hraðatakmarkanir í kringum skólana og í íbúðahverfum.
Virðum hámarkshraða ALLSTAÐAR!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation