Akbraut frá Egilshöll yfir á Korputorg

Akbraut frá Egilshöll yfir á Korputorg

Akbraut frá Egilshöll yfir á Korputorg

Points

Styttir leiðina frá Grafarvogi yfir á Korputorg umtalsvert. Minni akstur minni bensíneyðsla minni mengun. Hefur einnig áhrif á tímaeyðslu fólks. Framkvæmd sem þarf ekki að vera dýr en hefur mikil áhrif á eitt stærsta hverfi borgarinnar.

Það þyrfti eflaust hvort sem væri að brúa ánna því tað vantar göngustíg þarna yfir. Ef talað er um kostnaðarhliðina þá held ég að það er fljótt að vinna upp í kostnað ef skoðaður er kostnaðurinn í heild á móti í eyðslu annarra akbrauta vegna þess að það þarf að fara lengri leið til þess að komast úr stóru samfélagi í Grafarvoginum þarna yfir. Tala nú ekki um hvað sparast í bensíni og minni útblæstri sem er sparnaður fyrir umhverfið.

Það sem ég hef áhyggjur af er að það er á, Korpa, þarna á milli. Hana þarf að brúa með væntanlega ærnum tilkostnaði. Meðan borgin hefur ekki fjármagn í að sinna götum sem þegar eru komnar, væri hreinlega rangt að fara út í óþarfa nýframkvæmdir.

Það er nú gert ráð fyrir tengibraut nokkru sunnar. Hún gerir líklega tengingu frá Egilshöll óþarfa. Sjá: http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Hallsvegur_Kortahefti/$file/Hallsvegur_Kortahefti.pdf

Þessi leið er fyrir löngu ákveðin, en vegna atriða sem ég tíunda ekki hér er þetta ekki komið í gang.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information