Gangbraut yfir gömlu Hringbraut við strætóskýlin hjá BSÍ

Gangbraut yfir gömlu Hringbraut við strætóskýlin hjá BSÍ

Ég mundi vilja fá gangbraut þar sem nú er aðgengi fyrir gangandi og hjólandi yfir gömlu Hringbraut milli strætóskýlanna við BSÍ.

Points

Töluverð gangandi umferð er milli miðbæjarins og BSÍ og frá BSÍ í strætóskýlin og því ætti að stuðla að öruggu og góðu aðgengi fyrir gangandi á þessum stað. Einnig eru margir með þungar birgðar sem gerir erfitt fyrir að standa og bíða eftir að vera hleypt yfir götuna en umferðin um þessa götu er töluverð á álagstímum. Gangbraut mundi líka vonandi hægja aðeins á umferðinni niður götuna sem oft er allt of hröð.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information