Nýta ónotuð iðnaðarhúsnæði fyrir hljómsveitir

Nýta ónotuð iðnaðarhúsnæði fyrir hljómsveitir

Nýta ónotuð iðnaðarhúsnæði fyrir hljómsveitir

Points

Það getur verið rosalega erfitt að finna hljómsveitaraðstöðu hérna á höfuðborgarsvæðinu. Spurning er hvort að borgin gæti komið á móti nýjum og vönu tónlistarfólki með að leiga út almennilega aðstöðu fyrir hljómsveitir. Eins og staðan er núna er maður heppinn að finna eitthvað og þá venjulega er sú aðstæða afar slök og varla mannbjóðandi.

og það er hljóðeingrað og starfsmenn sem aðstoða.

Reykjavíkurborg styrkir Tónlistarþróunarmiðstöðina sem er úti á Granda við Fiskislóð. Þar er hægt að komast inn til að æfa. Þetta húsnæði hefur verið rekið í nokkur ár.

En þetta þarf að gera af fullri alvöru. Ekki láta bara einhvern og einhvern fá lykil að ónotuðu skítugu plássi. Það þarf alvöru hús með hljóðeinangruðum herbergjum og góðri loftræstingu og starfsfólk eða félag sem rekur staðinn.

Nú er mál að linna íþróttaofstópa og sinna meirihluta borgarbúa sem ekki hafa áhuga á íþróttum og gefa þeim vetvang til að sinna sínum áhuga- og atvinnumálum. Það vill þannig til að það þurfa fleiri en íþróttafólk að æfa sig. Ég legg til að borgin leggi til tónlistarhús þar sem tónlistarfólk geti æft sig áður en það treður upp í Hörpunni. Ef það væri gert fyrir brota-brota-brota-brot af þeirri upphæð sem fer í íþróttamannvirki og rekstur þeirra þá væri tónlistarfólk hér í borg skýjum ofar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information