Stytta af Jóni Páli Sigmarssyni í Árbæ - fjórum sinnum sterkasti maður í heimi

Stytta af Jóni Páli Sigmarssyni í Árbæ - fjórum sinnum sterkasti maður í heimi

Setja upp veglega styttu af Jóni Páli Sigmarssyni en hann ólst upp í Árbæjarhverfinu frá 9 ára aldri fram yfir unglingsár. Styttan myndi draga að ferðamenn sem koma hingað allt árið og skapa viðskipti fyrir okkar litla bæjarfélag. Styttan myndi setja Árbæ á kortið þar sem Jón Páll er þekktur um allann heim og hver myndi ekki vilja láta taka mynd af sér með styttunni. Hann var og er fyrirmynd margra og við megum ekki gleyma því góða sem hann færði okkur.

Points

Ferðamannaiðnaðurinn er í hámarki núna og þessi stytta af Jóni Páli mun draga til sín ferðamenn frá öllum heimshornum. Verslanir í Árbæ eiga oft erfitt uppdráttar en með þessu framtaki væri möguleiki að snúa þeirri þróun við. Möguleiki er síðan að byggja við þessa hugmynd. Syttan gæti því verið byrjunin á einhverju stærra t.d. ljósmyndasafni eða fleiru. Það er allra hagur að styðja við þessa hugmynd en hún er sett fram með þeim fyrirvara að fjölskylda og ættingjar leggi blessun sína yfir hana.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information