Rukkum bíla hjá sundlaugum í stað sundhækkunargjalda

Rukkum bíla hjá sundlaugum í stað sundhækkunargjalda

Rukkum bíla hjá sundlaugum í stað sundhækkunargjalda

Points

Ágætis rök en hinsvegar verður einnig að hafa í huga að fjölskyldufólk með ung börn er oft háð bílnum. Hinsvegar mætti alveg taka sanngjarnt bílastæðisgjald við sundlaugar rétt eins og annarsstaðar.

Spila klassiska musik fyrir fólk í pottunum. Hafa opið fyrsta föstudag hvers mánaðar til kl.4.00 eða alveg til opnunar. Þetta gafst vel hjá krökkum hér um síðasta vor. Það má auðvitað hafa laugarnar opnar til 22 öll kvöld. allavega Árbæjar,Grafarvogs,Breiðholts og Vesturbæjar. Ég er búinn að borga fyrir bílastæðin við laugarnar ég er búinn að borga fyrir snagann í skápnum mínum. Það fæst ekkert nema leiðindi með svona bulli. Fyrst er að setja upp gjaldskrár græjur og svo er að manna það eftirlit að lesa af miðunum og svo fram vegis að lokum kemstu að því að það kostar álíka mikið að elltast við innheimtu eins og það kemur inn og þá stendur bara eftir leiðindin sem allir taka eftir. Ef þig vantar klapp á bakið fyrir að nenna að hjóla þá getur þú fengið slíkt. Þetta er bara ekki rétti vetvangurinn.

Í stað þess að hækka iðgjald sundiðkenda er miklu nær að rukka þá sem mæta á bíl fyrir þann kostnað sem hlýst af því að kokma á bíl.

Sundlaugastaðir (ITR) gætu gert samning við bílastæðasjóð um rukkun á bílastæðum sundlauga einsog HÍ gerir

Mjöööög góður punktur.

Þessi rök eru mjög veik - hér er að koma fram mjög sniðug og góð hugmynd um breytingu. Það er ekkert sem segir að bifreiðasjóður megi einn rukka fyrir bílastæði. Með þessu væri fólk hvatt til að hjóla, ganga eða taka strætó í sund í stað þess að nota bílinn.

Fólk heldur oft að það sé stór sniðugt að setja upp betl kassa við alla vegi við alla útsýnisstaði og klósett. Ansi oft veldur þetta pirringi og neikvæðni. Íslendingar ættu að hugsa aðeins áður en það verður sett upp tollhlið við tjörnina og við hjólastíga.

Sundlaugarnar okkar eru perlur borgarinnar. Þær eru núna vannýttar er ekki nær að reyna að nýta þær frekar en að reyna að fæla fólk frá þeim með því að setja einhverjar leiðinda rukkanir í gang. Það fengist aldrei peningur út úr stöðumælakerfi við sundlaugarnar bara leiðindi. Ef við höfum laugarnar opnar og skemmtilegar þá mætir fólk í þær og þá er innkomuaukningin komin. Það þarf ekki að hækka neitt það þarf bara að opna laugarnar.

Kidd - auðvitað veldur það pirringi að þurfa að greiða fyrir eitthvað sem þú ætlast til að fá frítt. - Það kostar að hafa bílastæði, útsýnisstaði og klósett. Afhverju er ekki sjálfsagt að greiða fyrir þá þjónustu. Ef hugmyndin væri orðuð öðruvísi t.d. Gangandi og hjólreiðafólk fær afslátt í sund - sem kemur á samastað niður og ef þeir sem koma á bíl greiða hærra þ.e. bílastæðagjald. Bílar eru t.d. vandamál við Vesturbæjarlaug þar sem mjög fá stæði eru. Væri mikill kostur ef flestir kæmu gangandi eða á hjólum. Komdu með hugmynd að því hvernig á að gera laugarnar skemmtilegri þannig aðsóklnværi betri þá væri gaman að skoða það. Annars þýðir lítið að segja svona í mótrökum og koma ekki með neina raunhæfa tillögu.

Fjölskyldufólk með ung börn er háð bílum af því að Reykjavík hefur verið byggð upp sem bílaborg, ekki af því að fjölskyldulíf sé í eðli sínu bílalíf. Það er ekki einfalt mál að breyta borginni svo að hún sé ekki eins mikil bílaborg en einhvers staðar verður að byrja á því og hafa trú á ferlinu. Ég er sammála þessari tillögu í prinsippinu vegna þess að ég er á móti ókeypis bílastæðum við opinbera staði. Fermetrarnir sem bílastæðin þekja hafa raunverulegt verðmæti og þegar það verðmæti er gefið endurgjaldslaust er verið að hygla ákveðnum hópi (bíleigendum) á kostnað annarra. Þetta á auðvitað við um mörg tilvik og ég er ekki að mæla fyrir gjaldtöku fyrir allt milli himins og jarðar; en ef stefnan er að reyna að hverfa frá bílaborgar-módelinu þá er spurning hvort rétt sé að dekra við bíleigendur á þennan hátt. Það þarf að breyta norminu.

Reykjavíkurborg er rekin af mörgum sviðum. Ef bifreiðaeigendur eiga að fara að greiða bifreiðasjóði fyrir geymslu á bifreiðum sínum við sundstaði borgarinnar þá eru þeir ekki að styðja við rekstur sundstaða.

Þetta er í grunninn góð hugmynd en ætti að gilda um miklu fleiri staði en sundlaugar. Það er ekkert rökrétt við það að úrsvari okkar sé varið að stórum hluta í "ókeypis" bílastæði. Það er miklu rökréttara að þeir sem nota bílastæðin greiði fyrir þann kostnað sem af þeim hlýst með stöðugjöldum. Þar af leiðandi ætti að greiða fyrir bílastæði við allar byggingar á vegum borgarinnar, íþróttahús, ráðhús og önnur mannvirki. Þá væri hugsanlegt að borgarsjóður þyldi að gjöld í sundlaugar væru lægri.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information