Vantar betri strætóleið sem stoppar hjá blindrafélaginu

Vantar betri strætóleið sem stoppar hjá blindrafélaginu

Sú leið sem vagn nr. 6 ók hér áður var mikilvæg fyirr marga.( M.H, Borgarleikhús og Blindrafélagið) og ekki síst blinda og sjónskerta. Nú stoppar leið 13 nálægt blindraheimilinu en sú leið kemur ekki við í Mjódd t.d og erfitt fyrir sjónskerta að vera mikið að skipta um vagna. Amma mín sem er að nálgast nírætt og er sjónskert mjög er afar sjálfstæð og hörkutól. Hún tók alltaf vagn 6 áður fyrr en nú treystir hún sér ekki og missir af mörgu því sem er að gerast hjá "blindó".

Points

Ég tel það mikilvægt að styðja við þá sem eru sjónskertir og vilja fara sinna ferða á sem auðveldastan hátt. Það að þurfa að skipta um vagna fram og til baka er án efa lýjandi og eykur óöryggi. Það þarf semsagt leið sem kemur við á helstu miðstöðum eins og Mjódd þannig að sem flestir hafi kost á að nýta sér viðkomandi leið

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information