Gróðursælt kaffihúsatorg í Spönginni í Grafarvogi

Gróðursælt kaffihúsatorg í Spönginni í Grafarvogi

Ég sé fyrir mér að hægt væri að útbúa fallegt torg við verslunarmiðstöðina í Spönginni þar sem fólk gæti staldrað við í dagsins önn og sest og spjallað í fallegu og skjólsælu umhverfi. Einnig er stórt svæði fyrir neðan strætisvagnamiðstöðina í Spönginni þar sem yrði glæsilegt að gróðursetja tré o.fl

Points

Í svo stóru og mannmörgu hverfi eins Grafarvogi væri mikill akkur í því að búa til slíkt torg þar sem íbúar gætu notið "miðbæjarstemningar" í sínu eigin hverfi. Í kringum Spöngina eru íbúðir fyrir eldri borgara, framhaldsskóli, heilsugæslustöð, strætisvagnastöð og verslanir, þar sem margt fólk, ungir sem eldri, eiga leið um daglega og myndi slíkt torg því vera vel staðsett í Spönginni. Einnig væri hægt að skipuleggja lystigarð á auða svæðinu fyrir neðan strætisvagnamiðstöðina og tengja torginu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information