Biðskyldur í Norðlingaholtið

Biðskyldur í Norðlingaholtið

Biðskyldur í Norðlingaholtið

Points

Ég tel að ef hægri rétturinn verði afnuminn muni hraðinn í hverfinu aukast. Núna hægja þó margir á sér vegna þess að þeir vita ekki hvort þeir eiga réttinn eða ekki. Ég held því biðskildur út um allt sé ekki lausnin, enda á ekki að vera flókið að fylgja hægri rétti.

Það eru ágætis mótrök að bílstjórar hægi á sér vegna óvissu en engu að síður eru alltof margir sem eigna sér réttinn hvort sem þeir vita að hægri réttur gildir eða ekki. Því væri einfaldast að hafa biðskyldumerki við hverja götu. En að mínu mati er algjörlega nauðsynlegt að bæta við biðskyldumerki við Selvað og Sandavað. Þar er hámarkshraðinn orðinn 50 km/klst og útsýni takmarkað þegar keyrt er norður Elliðabraut (sérstaklega við Selvað). Ég tel að það sé tímaspursmál hvenær verður slys þar.

Skv. slysakorti umferðarstofu hafa orðið 22 umferðaróhöpp í Norðlingaholti frá því 2005 og ekkert af þeim má rekja til þess að um hægri rétt sé að ræða. Ég er sammála síðustu rökum um að hraði mun aukast o.þ.a.l. slysatíðni. Eina aftanákeyrslu má hinsvegar hugsanlega rekja til þess að bíll hafi stoppað til að virða hægri rétt og annar lenti aftan á honum. Flestir sem aka um hverfið eru sjálfir íbúar þess og ætti þeim því að vera full ljóst að um hægri rétt sé að ræða. Ökum með gát.

Innan hverfis í Norðlingaholti gildir hægri réttur - þ.e. að þeir sem koma út úr götunum eiga yfirleitt réttinn. Þetta er að vefjast fyrir allflestum sem keyra í gegnum hverfið og getur verið hjákátlegt að horfa á/lenda í þegar að hvorugur veit hver á réttinn og báðir aðilar bíða eftir að hinn keyri áfram. Er ekki einfaldlega hægt að hafa biðskyldur á þá sem koma út úr götunum til að taka af allan vafa? Hverfð er mikið notað af ökukennurum til að kenna unglingum hægri réttinn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information