Wi-Fi Strætó

Wi-Fi Strætó

Points

Þetta þekkist svosem úti í heimi þar sem almenningssamgöngukerfi eru almennilega stór og standa vel undir sér, en í dag væri þetta ekkert nema sóun á peningum.

Bara heimskulegt. Í fyrsta lagi þarftu ekki að vera tengdur netinu til að "læra", og svo geta allflestir bara farið á netið í símanum eða með 3G. Svo þetta er algjör sóun á pening. Svo eru strætóferðirnar ekki þaaaað langar að þú verðir að fara í tölvuna. Getur alveg opnað í bók ;)

Mjög hentugt í lengri leiðum til að t.d læra

Það væri frekar að fólk, sem í flesstum tilfellum á snjallsíma, noti þá sem þráðlausan aðgangspunkt fyrir fartölvuna sína.

3G er allstaðar.

Nú þegar eru nánast allir snjallsímaeigengdur með 3G áskrift og er þetta því óþarft. Þar sem þetta þekkist í löndunum í kringum okkur hefur þetta verið sett upp áður en 3G kom til sögunnar og/eða er á svæðum þar sem 3G tengingar eru og ótraustar, en það er almennt ekki vandamál innan Reykjavíkur. Þetta er því of dýrt kerfi fyrir of lítinn ávinning.

Strætóferðir eru of strjálar, það er erfitt að greiða í strætó og finna staði þar sem hægt er að kaupa miða, tímatöflur eru ógagnsæar og kerfið allt óhagkvæmt eins og er. Það eru ótalmörg önnur málefni strætó sem eru meira aðkallandi en svona gæluverkefni. Fyrir utan að sífellt fleiri geta nýtt sér 3G tengingu, svo þegar röðin gæti komið að þessu máli verður hún væntanlega úrelt.

Ég væri til í að setjast upp í strætó með þér og fylgjast með þér læra. Ég skal útvega þér 3G tengingu á meðan bara til að sjá hvaða árangri þú nærð á leiðinni. Það er ekkert sem mælir með því að eyða pening í svona verkefni svo einn og einn geti "lært" á leiðinni frá Hafnarfirði til Reykjavíkur. Flestir myndu nota þetta til að tengja símana sína í gegnum það og spara sér bandvídd á meðan þeir spila nýjustu tölvuleikina í símanum. Fyrir utan að tengingin sem hægt væri að bjóða upp á myndi verða of hæg ef þrír myndu tengjast í gegnum það.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information