Kajakbraut í Elliðaárdal

Kajakbraut í Elliðaárdal

Kajakbraut í Elliðaárdal

Points

Meðlimir Kayakklúbbsins hafa um árabil nýtt Elliðaárnar til æfinga yfir veturinn. Nú hefur hins vegar verið slökkt á virkjuninni, sem þýðir að ekki er lengur nægilegt vatn til æfinga. Mín hugmynd er að byggja upp manngerða braut, þar sem hægt yrði að stjórna vatnsmagninu og breyta hindrunum eftir behag. Svona brautir er að finna víða erlendis. Sú nýjasta, sem reyndar er enn í byggingu, er í Kaupmannahöfn. Kajakróður er Ólympíugrein.

Andskoti góð hugmynd. Bætir sýni og eykur nýliðun í frábæra útivist.

Þetta er mikilvægt mál fyrir kayakræðara. Það að geta stundað æfingar innan borgarmarkanna hjálpar nýjum ræðurum að læra undirstöðu atriði um róður og öryggi. Svona brautir þurfa ekki að vera dýrar í framkvæmd. Í Elliðaánum er allt til staðar til að æfa straumkayakróður nema það vantar helst stýringu á vatnsrennslinu.

Eflum útivist

Þetta er góð nýting á einstakri náttúruauðlind innan borgarmarka. Eftir þessu yrði tekið og að sjálfsögðu hefði þetta stórkostleg áhrif á þetta fallega sport sem straumvatnsróður er. ;o)

Þarna í ánnum var eitt sinn besta uppeldisstöð á kayakmönnum þegar virkjunin var og hét. Vek athygli á að þessar æfingar höfðu aldrei áhrif á laxsveiði, enda fóru þessar æfingar fram á tímabilinu frá janúar og út apríl. Lítið sem ekkert þarf að gera til að koma þessu á aftur, aðeins að jafna vorleysingunum með þeim búnaði sem er til staðar í ánnum nú þegar.

Þarna var ein öflugasta uppeldisstöð ungra straumvatsræðara og það bezta við þetta er að það var engin fiskur drepin við þessar æfingar og allir gátu unað sáttir við sitt, því um leið og veiðimennirnir mættu þá vorum við farnir í aðrar ár. Við þurftum aldrei að veiða og sleppa, við slepptum þvi bara að veiða og létum fiskin í friði.

Eflum littlu íþróttafélögin í borginni

Það að hafa aðstöðu til straumkayaksiglinga inna borgarmarkanna stuðlar að því að ungir krakkar eiga auðveldara með að byrja að stunda siglingar, en ekki bara gamlir kallar með útvistardrauma

Straumkayakróður er ferðamáti sem gerir fólki kleift að komast á staði þar sem annars væri nær ómögulegt að koma á. Þetta er náttúruvænn ferðamáti þar sem að ferðalangurinn skilur eftir sig gárur á vatni. Til að geta notið útivistar á straumkayak þurfa ræðarar að öðlast ákveðna grunn færni. Grunn færni á straumkayak er bara hægt að öðlast með að æfa sig á öruggum stað í straumvatni. Það er róa í straumvatni er ólíkt því að róa í sjó eða í sundlaug. Því kemur ekkert í staðin fyrir æfingaaðstöðu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information