Laga stíginn milli Sólvallagötu og Ásvallagötu

Laga stíginn milli Sólvallagötu og Ásvallagötu

Points

Einföld framkvæmd en skiptir máli

Einföld framkvæmd sem skiptir hverfið máli

Milli garðanna á Sólvallagötu og Ásvallagötu (frá Hofsvallagötu að Bræðraborgarstíg) liggur stórskemmtilegur stígur sem er töluvert mikið notaður af fjölskyldunum sem búa þar. Hann er í algjörri niðurníslu og ekki bætti úr skák þegar ljósleiðari var lagður síðasta sumar og allur stígurinn grafinn upp. Í kjölfarið er hann eitt stórt drullusvað og sáralítið notaður fyrir vikið. Það þarf að hreinsa hann upp og setja nýja möl, jafnvel malbika.

Einföld framkvæmd sem skiptir hverfið máli

Stígurinn á milli Ásvallagötu og Brávallagötu hefur verið malbikaður og lagaður þannig að hann er bæði öruggari og aðgengilegri og er gott fordæmi fyrir hvernig hægt væri að laga stíginn á milli Ásvallagötu og Sólvallagötu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information