Salerni og pissuskálar fyrir unga stráka í sundlaugar ÍTR

Salerni og pissuskálar fyrir unga stráka í sundlaugar ÍTR

Engin aðstaða fyrirfinnst í sundlaugum Borgarinnar fyrir yngstu kynslóðina, 2-6 ára þegar kemur að pissuskálum og klósettum. Þar sem börn eru stór hluti þeirra sem fara í sund er lágmark að þau njóti aðstöðu sem henti þeim en ekki að þeim sé haldið uppi á meðan þau pissi í pissuskál.

Points

Ég og fjölskyldan förum oft í sund og höfum gaman af að heimsækja þær sem flestar á höfuðborgarsvæðinu. Laugardalslaugin stendur okkur þó nærri og fylgdumst við spennt með endurbótunum á henni. Sem faðir ungs stráks átti ég von á að sjá pissuskál eða jafnvel klósett sem hæfði hans aldri og hæð líkt og við eigum að venjast t.d. í Sundlaug Kópavogs/IKEA. Því miður er þessi aðstaða ekki til staðar en ég vil hvetja Reykjavíkurborg að gera bragarbót í þessu, helst í öllum sundlaugum Borgarinnar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information