Bæta öryggi hjólreiðamanna í Ártúnsbrekkunni

Bæta öryggi hjólreiðamanna í Ártúnsbrekkunni

Points

Ég styð þessa hugmynd þó ég sé ekki viss um að girðing sé málið. Tek undir með Páli. Það þarf að hugsa þetta upp á nýtt.

er þetta ekki gamall hitaveitustokkur og því aðeins upphækkaður???

Mér finnst að það mætti bæta öryggi til mikilla muna fyrir þá sem hjóla niður stíginn sem liggur upp og niður Ártúnsbrekku. Það er ekkert sem ver mann, ef svo óheppilega vildi til að einhver hjólaði óvart út af stígnum og hafnar annaðhvort á jörðinni, eða í einhverjum gróðri, sem er að finna þarna í brekkunni, og það er það sem ég er hræddur um, þegar ég fer niður stíginn, jafnvel þó ég hafi aldrei hafnað út af þessum stíg. Hvernig væri að girða hann með girðingu til að sporna gegn slysum?

Brynjólfur. Það er engin lausn fyrir hjólandi umferð að banna hjólandi umferð. Titillinn á tillögu þinni er samt ágætur.

Ef maður lendir í slíku slysi á hjólinu, þá orsakar girðing það bara að maður steypist framyfir sig yfir girðinguna, á meðan það að maður hjólar beint útaf ef girðingin er ekki. Ég hugsa að það sé alltaf öruggara að sleppa girðingunni heldur en að hafa hana. Sennilega líklegra að koma heill frá þessu ef girðingin er ekki.

Jú, reyndar.

norðan eða sunnan, svona brattar brekkur , gæti verið gott að gera stíg í sikk sakk, hallandi fyrir þægilegan rennslishraða með einni beigju á miðri leið og uppsveiflu þar tli að stöðva rennslið fyrir beigjuna svo niður að götunni samsíða til að blandast umferð og fara yfir , kannski sérhannað miðsvæði til þess á miðri götu . öðrum eða báðum megin ábhraðbrautar. meira pláss sunnan .

Bæta öryggi hjólreiðamanna í Ártúnsbrekkunni

Ég styð þessa hugmynd, þó að girðing sé kannski ekki málið, því slysin geta komið á hverri stundu. Fólk þarf bara að passa sig að fara varlega á hjólum. En að öðru leyti er þetta ágætis hugmynd.

En að útbúa nýjan hjólastíg í Ártúnsbrekkunni?

Ég vil bæta við að það er ekkert sem spornar gegn slysum, þegar hjólafólk hjólar eftir stígnum frá Sogavegi og niður að stígnum sem liggur meðfram Reykjanesbraut vestan megin. Það mætti girða þann stíg líka.

Nei, en það kostar bara pening að setja nýjan hjólastíg. Fólk ætti bara að passa uppá það að fara ekki of hratt. Samt er þetta ágætis hugmynd hjá þér að útbúa nýja greiða hjólaleið fyrir þá sem eiga leið um Ártúnsbrekku.

Þessi göngustígur hentar bara alls ekki fyrir hjólandi umferð, þó við höfum vanist því að sætta okkur við ýmislegt. Það þarf að útbúa nýja greiða hjólaleið fyrir þá sem eiga leið um Ártúnsbrekku.

En að banna hjólreiðar í Ártúnsbrekkunni? Yrði það ekki hluti af málinu? Það er hvort sem er alltof hættulegt að fara niður þennan stíg á hjóli.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information