Lýsa upp lágmyndir Ásmundar Sveinssonar á Austurbæjarskóla

Lýsa upp lágmyndir Ásmundar Sveinssonar á Austurbæjarskóla

Austurbæjarskóli tók til starfa 16. nóv. 1930. Ásmundur Sveinsson myndhöggvari gerði lágmyndir yfir báðum aðaldyrum skólans, einnig á austurgöflum. Sjá myndir td. hér https://www.facebook.com/media/set/?set=a.498598653640477.1073741830.481657845334558&type=3 Það er tillaga mín að lýsa verkin upp, vekja athygli á þeim og hlú að þeim.

Points

Þessi einstaka bygging Sigurðar Guðmundssonar á 85 ára afmæli á þessu ári. Húsið stendur hátt, er vel staðsett og myndi njóta sín vel upplýst m.a. frá austurborginni.

Mikilvægt huga að menningarverðmætum í borgarumhverfi okkar, og kannski sérstaklega þarsem unga fólkið heldur til.

smá viðbót við hugmyndina: Það mætti fjalla um lágmyndirnar á vef Listasafns Íslands um list í almenningsrými, en þar er þeirra ekki getið, og þau eru ekki merkt inn á kortið. sjá hér: http://safneign.listasafnreykjavikur.is/almenningsrymi?listi

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information