Setja upp gangbrautaskilti og mála gangbrautir (sebrabrautir). Það virðist heyra til undantekninga að gangbrautir séu merktar. Til dæmis er töluverð umferð gangandi vegfarenda yfir Borgarveg en ekki ein einasta gangbraut merkt. Eftir sameiningu skóla í hverfinu fara börn í auknum mæli á milli hverfa, t.d. Engja- Borgahverfi og gangbrautir Í Spöng/Mosavegi ekki merktar. Svona er þetta mjög víða í Grafarvogi.
Það eykur tvímælalaust öryggi gangandi/hjólandi vegfarenda að gangbrautir séu merktar. Börn læra það í Umferðarskólanum að það eigi að ganga yfir gangbraut. Ef engin slík er til staðar, má þá allsstaðar fara yfir götuna? Þá eykur þetta öryggi akandi líka. Oft er það að einhver bíll ætlar að stoppa fyrir gangandi en bíll þar fyrir aftan verður þess ekki var að þarna megi eiga von á gangandi umferð nema að þekkja vel til. Því er aukin hætta á aftanákeyrslum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation