Ljósheimaróló verði samverustaður ungs fólks á öllum aldri til hollrar útivistar

Ljósheimaróló verði samverustaður ungs fólks á öllum aldri til hollrar útivistar

Ljósheimaróló verði stækkaður og styrktur enn frekar sem hverfisróló og umgjörð sköpuð um fjölbreyttan leik, allan ársins hring. Innan girðingar verði leiktæki f. 6+ sem sett var upp utan girðingar í haust og viðfangsefnum fjölgað enn frekar svo ungt fólk á öllum aldri hafi þar eitthvað við að vera á sameiginlegu leiksvæði.Unglingar fái aðstöðu til klifurs, eða þrautabraut svipað og hjá skátum. Eitthvað verði einnig fyrir fullorðna svo sem rimlar t.a. teygja og styrkja eða annað slíkt.

Points

Svæðið í kringum Ljósheimaróló er það stórt að það ætti að geta orðið mun fjölbreyttara en nú er. Þarna mætti líka bæta við grillaðstöðu sem hverfisbúar gætu notað þegar vel viðrar. Mikilvægt að það séu bekkir hér og þar til að setjast niður og eitthvað fyrir alla, unga og aldna.

Börn á grunn-og framhaldsskólaaldri hreyfa sig of lítið og eru of lítið útivið. Fátt er við að vera. Með þessu aukast líkur þess að þau fari út að glíma við sjálf sig og þau líklegri til að vilja vera með ungum börnum á róló. Fullorðið fólk situr iðulega og horfir á ungviðið spreyta sig, en með tæki fyrir það, geta foreldrar, afar og ömmur nýtt samverustund og styrkt sig um leið. Þannig styrkist gott svæði enn frekar og nýting þess eykst, sem hverfismiðja og samverustaður fólks á öllum aldri.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information