Veðurskjól fyrir varnarlitla

Veðurskjól fyrir varnarlitla

Í sumum borgum Bandaríkjanna er þykkum teppum komið fyrir á bekkjum til að útigöngufólk geti varist kulda og slagviðri, stundum er ástand fólks þannig að það kemst ekki í húsaskjól. Með því að dreifa teppum á bekkina má jafnvel bjarga mannslífum, teppum yrði safnað saman að morgni og þau þveginn áður en þeim yrði dreift aftur á bekki. Þetta verkefni mætti vinna í samvinnu við hin ýmsu hjálparsamtök.

Points

Ógæfufólk hefur orðið úti innan borgarmarka Reykjavíkur sem og orðið verulega veikt sökum bjargarleysis. Einföld aðgerð eins og að dreifa teppum getur bjargað miklu og hefur gefist vel erlendis. Þetta er einföld aðgerð, kostar ekki mikið og tilvalið verkefni til að vinna í samvinnu við hjálparsamtök.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information