Snyrting

Snyrting

Hugmynd mín er einfaldlega sú að þrífa, snyrta og taka til í hverfinu eins og það er. Framkvæma þrif og tiltektir. Sóðaskapurinn sem einkennir Grafarvog í dag kallar á slæma umgengni og fólk hættir að bera virðingu fyrir umhverfi sínu. Þrífa þarf veggjakrot, tína rusl og lagfæra ýmislegt sem drabbast hefur niður.

Points

Í sumar sem leið var Grafarvogurinn afskaplega sóðalegur og ólíkur sjálfum sér. Það var ekki slegið almennilega, hey ekki hirt af flötum eftir slátt, ekki hreinsað meðfram gangstéttum eða slegnar umferðareyjur og maður tók virkilega út fyrir að þurfa að horfa upp á hverfið drabbast niður með hverri vikunni sem leið. Nú er ástandið þannig að grasgróður er alla jafna milli gangstétta og kanta, veggjakrot bætist við á hverjum degi og greinilegt að umgengni hrakar.

Þó víða megi þrífa og taka til, þykir mér grasslætti í hverfinu ekki ábótavant, enda gífurlega kostnaðarsamt að auka tíðni grassláttar, auk þess sem ég hef þá skoðun að þykja gras jafn fallegt, hvort sem það er nýslegið eða ekki. Ég myndi vilja sjá peningana fara í annað en grasslátt á ákveðnum svæðum. Grasflatir sem ekki eru slegnar í lengri tíma öðlast aukinn líffræðilegan fjölbreytileika, fleiri tegundir taka að vaxa á slíkum reitum, m.a. tré, runnar og blómgróður.

Það getur verið hvetjandi fyrir götur að sameinast um þrif á ákveðnum árstíma t d vorin, það mætti hugsa sér að vissar götur sameinist og taki ákveðin svæði og jafnvel teygja sig niður í fjöru. Þetta getur verið ágætis leið til að kynnast nágrönnum, svona hreinsunarátak. Líka hvetjandi til að gera nánasta umhverfi að okkar umhverfi og að vekja okkur til umhugsunar um það. Grafarvogurinn okkar, við viljum að hann sé til fyrirmyndar.

Það voru ekki góð skilaboð borgarinnar til íbúa hverfisins að hirða ekki grasflatir eða stíga nema að nafninu til. Verktakar sem sáu um slátt gerðu það illa og ekkert eftirlit var haft með því. Útkoman enda skelfileg og heildarniðurstaðan örugglega sú að þetta verður dýrara en ella því það er mikið verk að koma hverfinu aftur í fyrra ástand. Virkjum unglingana okkarog greiðum þeim laun í stað þess að hafa þá sofandi á daginn og ráfandi um á nóttinni með spreybrúsa að skemma eignir okkar og umhverfi.

Sóðaskapurinn er afleiðing slæmrar umgengni. Grafarvogsbúar þurfa að líta í eigin barm, hætta sóðaskapnum og sýna umhverfinu virðingu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information