Trjárækt á auðum svæðum í borginni

Trjárækt á auðum svæðum í borginni

Trjárækt á auðum svæðum í borginni

Points

Það væri tilvalið að skapa störf næsta sumar með því að gróðursetja tré á öllum þessum auðu svæðum í Reykjavík. Það er of mikið um illa hirt svæði í borginni. Það er mikið um svæði frá gangstéttum að lóðarmörkum sem væri tilvalið að setja niður trjágróður. Sama með svæði milli lóða inn í hverfum og svæði milli gatna og mismunandi hverfa. Sjáið til dæmis svæðið milli efra og neðra Breiðsholts í dag. Það eru fáir sem hefðu viljað hafa melana áfram sem þar voru.

Lolo - það þarf ekki að vera tré sem verða 20 mtr há - ýmsir runnar verða 2-3 mtr eða minni, og geta komið vel út. Og svæðin, t.d. við Hallsveg í Grafarvogi og líka neðan við Strandveginn, við Átrúnsbrekkuna, flatirnar á milli Hálsahverfis og Vesturlandsvegar, á milli bakkanna og Elliðaárdals,við Sprengisand ( gamla Fákssvæðið og þar utar ) o.fl. o.fl.

en það stefnir í bygginar á flestum svæðum , svo er reynt að rækta mat í borgum núna , að aukast , þá eru tré skuggavaldur og fyrir stundum , erfitt að fjarlægja til að gera garða , og mítlar með sjúkdóma þurfa skugga td trjáa og rakann þar.

Tré gefa samt skjól og þar með hlýnar niðri við jörð. Sem hjálpar við matjurtarækt.

Tek undir með svæðin í Grafarvogi, svæði í kringum Hallsveg, milli Hallsvegar og Gagnvegar, lúpínusvæði ofan Víkurvegar við Húsahverfi. Síðan mætti setja trjágróður í stórt og mikið lúpínusvæði í kringum Vesturlandsveg alveg frá Víkurvegi að afrein við þjóðveg 1. Sjáið hvað trjágróður er orðinn snyrtilegur neðst í Ár´tunsbrekku til samanburðar.

Sammála!

td vetrarsól lágt á lofti nær þá síður inn um glugga stundum vegna trjáa þótt nokkuð langt frá. það vantar líka að nefna hvaða svæði.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information