Alvöru nuddpott í Laugardalslaug

Alvöru nuddpott í Laugardalslaug

Points

Það sem vantar til að gera Laugardalslaug að enn betri laug er alvöru nudd í pottana. Það er aðeins 1 pottur með nuddi og það er allur gangur á því hvort það virki eða ekki. Það væri frábært að fá svona Vatns-fossanudd (eins og þekkist í Kópavoginum) og ætti ekki að vera mikið mál. Það mætti líka laga nuddið í pottinum sem er inni. Krafan er betra nudd hvar sem því er hægt að koma fyrir í Laugardalslaug sem er mest sótta laug landsins.

Það er held ég 1 nuddpottur í Laugardalslauginni og það er enginn kraftur á nuddinu í honum. Eins eru nuddstútar í innipottinum við enda innlaugarinnar en þeir eru óvirkir. Það er ekkert mál að bæta úr þessu, það þarf bara að gera það. Það væri líka æðislegt að fá eins og tvo svona stóra krana sem hægt er að standa undir og fá gott nudd af eins og er t.d. í Árbæjarlaug, Kópavogslaug og Salalaug.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information