Væri gott að fá einhverja vatnshana á göngustíga í Grafarvog
Mikilvægi vatnsdrykkju er löngu vitað og gott aðgengi að vatni er liður í þvi. Borgarbúar og gestir borgarinnar eru í auknu mæli að nýta sér frábæra göngu og hjólastíga til heilsueflingar og bjóða uppá rennandi vatn með reglulegu millibili er frábær þjónusta og velþegin. Enn eigum við nóg af frábæru vatni á þessu landi.
Ég er samt algerlega sammála þessu með nauðsyn vatnsdrykkju, það verður að gera vatnið mun aðgengilegra. Alls staðar. Það mætti etv. gera sjoppum eða öðrum stöðum sem áhuga hafa á, kleyft að koma fyrir vatnsbrunni fyrir fólk sem er á ferðinni. Það þarf að fara á klósett til að fá vatn í bíóhúsum, skandall !! Fólk á alltaf að komast í vatn Selecta er með vatnsbrunna sem henta frábærlega þar sem ekki er aðgangur að rennandi vatni en vegna skemmdarfýsnar Íslendinga þá væri ekki hægt að hafa þá eftirlitslausa á víðavangi.
Þetta er ógerlegt af ýmsum ástæðum og gríðarlega kostnaðarsamt og viðhaldsfrekt á landi eins og Íslandi. Fólk á bara að taka með sér brúsa það eru til ýmsar útfærslur fyrir skokkara og aðra sem henta þeim vel.
Þarna vantar frekari tengingu, ég tel að fínt væri að fá "hana" næst í Grafarvogi, það er í framhaldi af hinum sem komnir eru og tengja og lengja ánægjuleag útivist skokkara, göngufólks og hjólreiðamanna í borginni.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation