vantar afgirt svæði fyrir hunda í grafarvogi eins og er í öðrum hverfum...
gott að geta sleppt litlu hvuttunum (og stóru) á öruggu svæði
Fyrir neðan Rimaskóla er stórt grasivaxið svæði sem er girt að á þrjá vegu. Þetta svæði er sjaldan notað af nemendum skólans reyndar ekki neinum nema hundaeigendum. Hugmynd mín er að girða af þessa ca. 70 metra sem uppá vantar. Og er þá komið hið ákjósanlegasta útisvæði fyrir hunda að hlaupa um með eigendum sínum. Yrði svæðið síðan merkt sem slíkt.
Frábært ef hægt væri að skilja á milli stórra hunda og smáhunda. Dæmin af Geirsnefi sanna það.
Mér lýst rosalega vel á það, myndi þá samt mæla með að svæðið fyrir litlu hundana sé líka með grasi en ekki möl eins og er þar á geirsnefi...þar sem litlar fætur eiga oft betra með að hlaupa um á grasinu og hafa meira gaman af því :)
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation